Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 16. nóvember 2022 07:00
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Afmælisferð Arsenal klúbbsins - Hittu Martin Ödegaard
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Hópurinn ásamt Martin Odegaard.
Hópurinn ásamt Martin Odegaard.
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend

15. október 1982 stofnuðu þeir Kjartan Björnsson og Hilmar Hólmgeirsson Arsenalklúbbinn á Íslandi. Arsenalklúbburinn varð því 40 ára þann 15. október í haust.


Eins og venja er var ákveðið að fara í afmælisferð til London í kringum afmælið. Fyrir valinu var leikur Arsenal-Nottingham Forest sunnudaginn 30. október.

Það voru 126 spenntir Arsenalaðdáendur sem voru mættir í Flugstöð Leif Eíríkssonar aðfaranótt laugardagsins 29. október, plan dagsins var flug til London með Play til Stansted London. Hópurinn lenti á Stansted rúmlega 10 á staðartíma.

Við tók hið venjulega að koma sér í gegnum vegabréfsskoðun og ná í farangur, hið fyrrnefnda gekk áfallalaust fyrir sig en því miður skilaði ekki allur farangurinn sér. Stutta sagan af farangursmálinu er sú að farangurinn sáu eigendurnir ekki fyrr en á heimferðardegi á flugvellinum og heima hjá sér.

Rútur biðu hópsins fyrir utan flugvöll og gekk allt ansi smurt fyrir sig þar, ein rútan var þó með bilað Garmin tæki og skilaði sér c.a klst seinna á hótelið en hinar tvær. Það sem eftir lifði dags nýtti fólkið sér í það sem það vildi.

Fólk fór að týnast í morgunmat snemma á sunnudeginum enda spennandi dagur framundan. Klukkan 11:00 voru allir komnir niður í lobby og á leið á Emirates. Fyrsti hópurinn, sem fór undir dyggri fararstjórn Togga voru börn og unglingar ásamt forráðamönnum.

Þeirra beið að hitta leikmenn þegar þeir koma á völinn. Óhætt er að segja að þarna gerði Arsenal vel með því að bjóða upp á þetta tækifæri fyrir unga fólkið.

Á meðan unga fólkið hitti leikmenn voru aðrir á Gunners pub, Tollington eða á röltinu. Mikil stemning var á vellinum og í kring enda gott gengi á okkar mönnum. Leikurinn var heldur ekkert slor, 5-0 sigur. Staðan var þó „bara“ 1-0 í hálfleik og einhverjir voru smeykir við seinni hálfleikinn af biturri reynslu síðustu leikja. Það var þó algjör óþarfi.

Eftir leik fór hópurinn niður að varamannabekkjunum til að hitta leikmann sem reyndist svo vera Martin Odegaard. Það var vissulega upplifelsi fyrir yngra fólkið, Odegaard hefði mátt fyrir minn smekk gefa sér ögn meiri tíma með okkar. Edu og Arteta hefðu mátt kasta kveðju á hópinn en þeir voru þarna á vappinu.

Það gerðu þeir hinsvegar ekki, enda kannski ekki í plani Arsenal. Að loknum myndtökum yfirgaf hópurinn Emirates með fimm mörk og endalaust af minningum í farteskinu. Stemningin á hótelbarnum um kvöldið var góð, enda fjöldi fólks þar sem skemmti sér og öðrum.

Mánudagurinn fór að mestu fram á Emirates, flestir mættu í Arsenalbúðina uppúr kl. 15:00 og versluðu þar varning. Klukkan 17:00 fór fyrsti hópurinn af þremur í skoðunarferð um völlinn með leiðsögumanni. Hver ferð tók um eina klst og endaði ferðin á veitingastað á Emirates. Þar beið hópsins matur og dagsskrá, Arsenalklúbburinn á Íslandi afhenti Arsenal F.C. mynd af Arsenalliðinu sem heimsótti Ísland í maí, 1969.

Myndin er tekinn af Kristni Benediktssyni fyrir framan stúkuna á Laugardalsvelli. Fulltrúar Arsenal þótti þetta ansi merkileg mynd og skapaðist skemmtileg umræða um myndina.

Vinstri bakvörður Arsenal 1987-2000, goðsögnin Nigel Winterburn mætti á svæðið og borðaði með okkur. Nigel svaraði spurningum okkar úr sal og gerði það afskaplega vel, hnittinn og skemmtilegur maður. Þegar Q&A var að ná hápunkti hófst ansi hressileg flugeldasýning fyrir utan Emirates sem stjórn Arsenalklúbbsins sver af sér allir ábyrgð á.

Flugeldasýningin fangaði athygli okkar allra enda lítið hægt að spjalla undir þessu sprengiregni. Einhverra hluta vegna voru þetta aðdáendur Fenerbache sem báru ábyrgð á þessari óvæntu flugeldasýningu. Fólk fór sátt og glatt í háttinn þetta mánudagskvöld eftir vel heppnaða afmælisferð.

Þriðjudagurinn var tekinn snemma, rúta kl. 07:00 á Stansted. Eitthvað lét ein rútan bíða eftir sér en á endanum komust allir á leiðarenda. Lent var í Keflavík 13:30 á staðartíma. 40 ára afmælisferð klúbbsins var vel heppnuð í alla staði. Skipulag stóðst, bæði frá hendi Arsenal og Arsenalklúbbsins. En það sem öllu máli skiptir í svona ferðum er jákvætt hugarfar ferðafélaga.

Stjórn Arsenalklúbbsins þakkar fyrir frábæra ferð
Sigurður Enoksson
S. Hilmar Guðjónsson
Kjartan Friðrik Adolfsson
Þorgrímur Halfdánarson
Kristinn Guðbrandsson


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner