Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 10. ágúst 2022 11:36
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Leikmenn og þjálfarar ljúga
Garðar Örn Hinriksson skrifar
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Garðar Örn Hinriksson er greinarhöfundur.
Garðar Örn Hinriksson er greinarhöfundur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Arnarsson var fjórði dómari í leiknum.
Sveinn Arnarsson var fjórði dómari í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson og Hallgrímur Jónasson aðstoðarmaður hans.
Arnar Grétarsson og Hallgrímur Jónasson aðstoðarmaður hans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það skal taka það fram strax í byrjun að ég veit það sama og lesendur Fótbolta.net um hvað gerðist á milli Arnars Grétarsonar þjálfara KA og Sveins Arnarsonar í og eftir leik KA gegn KR á dögunum. 


Ég tjáði mig einnig um það á minni eigin Facebook-síðu að þetta langa bann hefði komið mér á óvart miðað við það að Arnar hefði einungis kallað hann “fávita”. Þá var ég að miða við bann þjálfara Gróttu sem einnig fékk þriggja leikja bann á dögunum fyrir ofsa fengna framkomu í garð dómara.

Að segja “fáviti” við dómara verðskuldar ekki þriggja leikja bann. Núna þegar ég hef farið betur yfir þetta á Arnar svo sannarlega skilið að fá þriggja leikja bann (alls fimm leikir) fyrir hegðun sína, ef ekki meira.

Það er eitt að veitast að dómara í leik en að gera það daginn eftir fer langt yfir mörkin. Tvennum sögum fer af því hvað gerðist daginn eftir en ef ég yrði settur í stól og beðinn um að dæma hvor væri að segja satt í þessu tilfelli myndi ég standa með dómaranum. Af hverju? Af því að ég er fyrrum dómari?

Já, meðal annars segi ég og segi ég þetta sökum margra áratuga reynslu minnar sem knattspyrnudómari, bæði sem efstu deildar dómari og alþjóðlegur dómari. Ég veit ekki um einn einasta knattspyrnudómara á þessum stigum knattspyrnunnar sem leikur sér að því að hreinlega ljúga um leikmann eða þjálfara til að koma honum í lengra bann.

Það er frekar að við dómararnir drögum úr því sem gerðist sem kannski endurspeglast í bönnum á leikmönnum og þjálfurum. “Af hverju fékk hún/hann ekki lengra bann en þetta?”, spyrja margir sig eftir suma dóma aganefndar. Það er einfaldlega vegna þess að dómarinn hefur kannski ekki farið alla leið í skýrslu sinni varðandi hegðun viðkomandi sem var rekinn út af í leik eða framkomu viðkomandi eftir leik.

Ég þekki þetta sjálfur. Ég vildi leikmönnum ekkert illt þegar ég skrifaði skýrslur um þá. Oft fór ég ekki alla leið en hefði þó oft átt að gera. Við búum í litlu landi þar sem allir þekkja alla og miklar líkur á að við rekumst á viðkomandi sem við skrifuðum skýrslur um. Það er það sem nákvæmlega gerðist daginn eftir leik KA og KR. Við viljum það ekki.

Ég tala um nokkur atvik tengdu þessu í bók minni Rauði baróninn – Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar, en í flestum tilfellum voru það þó reiðir stuðningsmenn liða sem ég þurfti að feisa daginn eftir leik í minni vinnu og það var enginn skemmtun.

Það sem ég skrifaði einnig í mína bók voru lygar leikmanna og þjálfara og er ég þá kominn að kjarna málsins, Leikmenn og þjálfarar og fólkið í kringum þá í nánast hverju einasta tilfelli ýkja stórkostlega eða hreinlega ljúga um atvik. Það er mín reynsla og get ég gefið eitt gott dæmi.

Fyrrum landsliðsþjálfari Eistlands sakaði mig eitt sinn um það eftir leik liðsins þar sem ég var varadómari að ég hefði verið mjög dónalegur í hans garð og hefði látið miður falleg orð falla á meðan leik stóð. Hann var búinn að vera drulluleiðinlegur við mig allan leikinn en ég sagði aldrei neitt við hann á móti. Svo tryllist hann eftir leik og sakar mig um þetta sem var ekki satt. Tek það líka fram að Eistland tapaði leiknum og þá fara oft sárir leikmenn og þjálfarar af stað og saka dómarann um hitt og þetta.

Hafi ég gengið of langt í leikjum, sem ég gerði því miður stundum, viðurkenndi ég það strax. Ég sagði eitt sinn leikmanni að hoppa upp í rassgatið á sér. Ég missti haus eitt augnablik og síðan dauðsá ég eftir að hafa sagt þetta. Ég baðst afsökunar á þessu strax eftir leik.

Ég stend með varadómara leiksins, KA vs KR. Hinir eru einfaldlega ekki að segja satt. Það er mín reynsla.


Athugasemdir
banner
banner
banner