Einn mesti markvarðahrellir íslenskrar knattspyrnu, Hermann Gunnarsson, markakóngurinn mikli, er fallinn frá. Hermann varð bráðkvaddur í Tælandi, þar sem hann var í fríi, þriðjudaginn 4. júní.
Meira »
NÝLIÐARNIR frá Akranesi hafa byrjað Íslandsmótið með miklum látum og eru með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í Pepsí-deildinni. Þessi byrjun Skagamanna vekja upp minningar frá 1992 er þeir byrjuðu einnig Íslandsmótið vel eftir að hafa endurheimt sæti sitt í efstu deild og urðu fyrstir til þess að hampa Íslandsbikarnum eftir að hafa leikið í 2. deild árið áður. Of snemmt er að spá því að þeir endurtaki þann leik í ár.
Meira »
ÞAÐ er ekki laust við að broskarlinn guli hafi verið í hávegum hafður að undanförnu í umfjöllum um landsliðsþjálfarastarf Íslands.
Meira »
Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur oft verið Íslendingum hugleikið og hafa menn glaðst þegar vel hefur gengið. Einn af gleðidögunum var 29. júní 1951, eða fyrir 60 árum – þegar Svíar voru lagðir að velli á Melavellinum, 4:3. Skagamaðurinn Ríkharður Jónsson vann það afrek að skora öll fjögur mörkin og hann gerði gott betur – skoraði fimmta markið, sem var dæmt af þó löglegt væri.
Meira »
Til að ná árangri á knattspyrnuvellinum eiga menn aldrei að efast um eigin styrk og getu - knattspyrnumenn mega aldrei hika, gefa eftir eða láta andstæðinginn stjórna ferðinni: Bíða eftir og sjá hvað andstæðingurinn gerir. Það er að sjálfsögðu gott að ganga hægt um gleðinnnar dyr, en þá má þó ekki hika of mikið og ætla sér að bíða og sjá hvað gerist.
Meira »
ÞAÐ er ljóst að knattspyrnustemning mun ekki hefjast á Íslandi fyrr en í 8. umferð, eða eftir fríið sem verður á 100 Íslandsmótinu, Pepsí-deildinni, vegna þátttöku ungmennalandsliðs Íslands í EM í Danmörku 11. til 25. júní.
Meira »
ÞAÐ er öllum knattspyrnuunnendum ljóst að kynslóðaskipti eru framundan hjá íslenska A-landsliðinu - að drengirnir í ungmennaliðinu, sem eiga framtíðina fyrir sér, eru byrjaðir að banka á dyrnar og á þeim mun landslið Íslands vera byggt á næstu árum. Fyrst í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í Brasilíu 2014.
Meira »
Það var ljóst í kvöld hvaða fjögur lið eru komin í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og hvaða lið mætast - Real Madrid - Barcelona (27. apríl/3. maí) og Schalke - Manchester United (26. apríl/4. maí). Mér segir svo hugur að nýtt nafn verður skráð á Evrópubikarinn eftirsótta á Wembley laugardaginn 28. maí - nafn þýska liðsins Schalke 04 frá Gelsenkirchen í Ruhr-héraðinu.
Meira »
ÞAÐ hefur alltaf verið svo að knattspyrnumenn frá Spáni eiga erfitt með að aðlaga sig aðstæðum í öðrum löndum - þeir fá fljótlega heimþrá og vilja komst heim, þar sem gott er að vera á hótel mömmu og snæða heimatilbúna pælu. Þetta hefur alltaf verið vitað og þess vegna hafa Spánverjar aldrei náð að sýna stöðugleika og glæsilega framgöngu með liðum fyrir utan Spán.
Meira »
LEIKMENN íslenska ungmennalandsliðsins, skipað leikmönnum undir 21 árs aldri, glöddu hjarta Íslendinga með stórgóðum sigri á Englendingum í vináttuleik í Preston, 2:1. Íslendingar bíða nú spenntir eftir „sumaraukanum“ - að fylgjast með drengjunum í úrslitakeppni Evrópukeppni ungmennalandsliða, sem fer fram í Danmörku í júní.
Meira »