Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
   þri 12. apríl 2011 22:00
Sigmundur Ó. Steinarsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Spánverjar ná ekki fótfestu á Englandi
Sigmundur Ó. Steinarsson
Sigmundur Ó. Steinarsson
Fernando Torres.
Fernando Torres.
Mynd: Getty Images
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas.
Mynd: Getty Images
ÞAÐ hefur alltaf verið svo að knattspyrnumenn frá Spáni eiga erfitt með að aðlaga sig aðstæðum í öðrum löndum - þeir fá fljótlega heimþrá og vilja komst heim, þar sem gott er að vera á hótel mömmu og snæða heimatilbúna pælu. Þetta hefur alltaf verið vitað og þess vegna hafa Spánverjar aldrei náð að sýna stöðugleika og glæsilega framgöngu með liðum fyrir utan Spán.

Heimþráin er alltaf sterk í genunum hjá Spánverjum, sem eru miklir "lúrarar" í sér og vilja sína síestu. Liverpool hefur góða reynslu af Spánverjum, sem hafa ekki náð fótfestu á undanförnum árum. Jú, margir Spánverjar byrja vel og með látum, eins og Jose Antonio Reyes hjá Arsenal, Alonso hjá Liverpool og síðan "nátttröllið" Torres.

Reyes kom til Arsenal frá Sevilla og var hann eins og ákafur nautabani í byrjun, að hætti Sevilla-búa - geystist fram kantinn með knöttinn, lék minnst á fjóra til fimm leikmenn áður en hann gaf knöttinn frá sér. Menn gátu ekki annað en hrópað Ole, Ole, Ole...er hann geystist fram með knöttinn. Fljótlega fór allur vindur úr honum og hann koðnaði niður vegna heimþrár. Þegar á reyndi, þá þoldi hann ekki pressuna.

Því miður virðist svo, að það sama sé komið upp á teningin hjá Fabregas, sem er orðinn afar kærulaus í leik sínum - heimþráin er byrjuð að þjaka hann og hann þolir geinilega ekki þá pressu að vera fyrirliðaband Arsenal. Þegar knattspyrnumenn eru komnir með hugan annað, þá er best fyrir þá að fara.

Frægðin bar Torres ofurliði hjá Liverpool. Eins og Fabregas náði hann sér ekki á strik eftir vonbrigði á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku, þar sem hann fékk lítið að leika eins og Fabregas.
En þegar hann fékk himinhátt launatilboð frá Chelsea, þá stóðst hann ekki freistinguna. Og að sjálfsögðu gat Liverpool ekki hafnað 50 milllj. punda tilboði í hann, eða 9,3 milljörðum ísl. króna.
Vikulaun Torres hjá Chelsea eru 38 millj. ísl. króna, sem segir að hann sé með 152 millj. króna á mánuði.

ER þessi Spánverji þess virði að fá greiddar 38 milljónir íslenskra króna í laun á viku? Nei, það er enginn knattspyrnumaður í heiminum þess virði, að hann fái greiddar 152 milljónir ísl. krónur í laun á mánuði, eða 1,8 milljarða króna í árslaun.
Torres, sem hefur ekki náð sér á strik hjá Chelsea og ekki skorað mark, átti að vera síðasti hluturinn í Evrópumeistarapúsluspili Chelsea, þar sem milljónamæringurinn Roman Abramovich ræður ríkjum.

Það var ótrúlegt dómgreindarleysi hjá fyrirliða Chelsea, er hann lét hafa eftir sér fyrir síðari leikinn gegn Manchester United, að leikmenn Chelsea skulduðu Abramovich að vinna Meistaradeildina í ár. Þessi ummæli gerði aðeins eitt - settu aukna pressu á leikmenn Chelsea og uppskeran var eins og sáð var: Chslesa var sent út úr Evrópukeppninni.

Torres lék fyrri hálfleikinn, en var kippt af velli. Hann nær sér eflaust aldrei á strik hjá Chelsea og ég er hræddur um að svo verði einnig um Fabregas hjá Arsenal. Heimþrá þeirra er of sterk - að komast heim til mömmu og fá sér pælu.

Ég spyr aftur – er einhver knattspyrnumaður þess virði að hægt sé að réttlæta það að fá 38 millj. ísl. kr. í laun á viku? Svarið er eins og áður, Nei. Það er enginn knattspyrnumaður, sem æfir fimm sinnum í viku og leikur einn leik, þess virði. Margir þeirra leikmanna sem eru á háum launum eru einfaldlega ekki nægilega góðir til að það eigi að verðlauna þá með feitum launaumslögum í hverri viku.

Þó að upphæðirnar séu ekki þær sömu hér á landi hjá knattspyrnumönnum eru margir leikmenn sem leika í efstu deild á Íslandi ekki nægilega góðir til að þiggja laun fyrir það sem þeir eru að gera úti á vellinum. Knattspyrnumenn eiga ekki að fá laun ef þeir geta ekki skemmt knattspyrnuunnendum. Það er eðlilegra að veita leikmönnum bónusa ef þeir ná árangri. Þá hafa leikmenn að einhverju að keppa.

Hasta la vista,
Sigmundur Ó. Steinarsson
banner
banner
banner
banner