Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
   mán 12. september 2011 08:00
Sigmundur Ó. Steinarsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Broskarlinn og þjálfarar!
Sigmundur Ó. Steinarsson
Sigmundur Ó. Steinarsson
Tveir þjálfarar með yfirburða þekkingu á knattspyrnu - þeir eru á förum! Hvað tekur við?
Tveir þjálfarar með yfirburða þekkingu á knattspyrnu - þeir eru á förum! Hvað tekur við?
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
ÞAÐ er ekki laust við að broskarlinn guli hafi verið í hávegum hafður að undanförnu í umfjöllum um landsliðsþjálfarastarf Íslands.

Ég hef ekki getað annað en brosað yfir vangaveltum margra manna og stundum hefur maður þó þurft að klóra sér í höfðinu, þegar menn hafa komið fram með ýmsar "leikfléttur" í sambandi við starf landsliðsþjálfara.

Það er og verður alltaf svo, að það er þjálfarinn sem ræður einn ferðinni, þegar hann teflir fram liði sínu. Það er deginum ljósara að engir tveir menn hafa nákvæmlega sömu skoðanir, þess vegna er það tómt rugl að ræða um að það eigi að vera náin samvinna á milli þjálfara - t.d. landsliðsþjálfara, þjálfara 21 árs ungmennalandsliðsins og unglingalandsliðsins. Að þeir eigi að vinna allir eftir sama planinu - og láta lið sín leika sömu leikaðferðina.

Ég brosti þegar einn af þekktari þjálfurum Íslands hélt því fram á dögunum. Hvers vegna er þessi háttur ekki hafður á hjá félagi hans?

Það er alltaf gott að þjálfarar skiptist á skoðunum, en þeir geta ekki sagt hvor öðrum til verka - hvað þeir eigi að gera.

Góður þjálfari á að finna út hvað sínum mönnum sé fyrir bestu - hvort þeim henti betur að leika úti á kanti eða á miðjunni, eða í vörninni frekar en í sókn.

Æfingar hans og leikaðferð byggist upp á því hvaða efnivið hann er með í höndunum, en ekki að vinna eftir því hvað einhver einn maður segir: Þið leikið 4-4-2!
Það hentar ekki öllum knattspyrnumönnum að leika eins.

Eru menn ekki að taka rangar ákvarðanir með að fyrirskipa að lið eigi að leika 4-2-4 leikaðferð, þegar þeir eru með mannskap sem ná miklu betri árangri með því að leika 3-5-2 leikaðferðina.

Allt tal um að einn maður eigi að leggja línurnar fyrir mörg landslið skipuðum leikmönnum á misjöfnum aldri, er ekki vænlegt til afreka. Knattspyrnumenn eiga að þroskast eftir eigin hugmyndaflugi, en ekki vera steyptir í sama mót eins og menn vildu og reyndu að gera í Austur-Evrópu á árum áður.

Hvað myndu knattspyrnuþjálfarar á Íslandi segja, ef ég tæki við yfirstjórninni og fyrirskipaði þeim að að láta lið sín leika leikaðferðina 4-3-3 næsta sumar, þar sem ég væri búinn að taka þá ákvörðun að það sé leikaðferðin sem landsliðið á að leika?

Með þjálfarakveðju,
Sigmundur Ó. Steinarsson
banner
banner
banner