Árið 2021 spiluðu strákar og stelpur í 5. flokki á Íslandi 11 deildarleiki í Íslandsmótinu í fótbolta. Í 4. flokki spiluðu strákarnir 11 leiki en stelpurnar 14, í 3. flokki voru leikirnir 14 á bæði kyn og í 2. flokki spiluðu strákarnir 20 leiki og stelpurnar 12.
Sum lið fengu vissulega fleiri leiki ef þau náðu að komast í úrslitakeppni hvers flokks.
Mikið er rætt um að fjölga leikjum í mfl.kk og mfl kvenna í Íslenskum fótbolta. Það er umræða sem á svo sannarlega rétt á sér.
Sum lið fengu vissulega fleiri leiki ef þau náðu að komast í úrslitakeppni hvers flokks.
Mikið er rætt um að fjölga leikjum í mfl.kk og mfl kvenna í Íslenskum fótbolta. Það er umræða sem á svo sannarlega rétt á sér.
Að mínu mati erum við þó að einhverju leyti að byrja á röngum enda. Það er ekkert því til fyrirstöðu að Íslandsmót í yngri flokkum hefjist 1. mars og ljúki 31. október. Að leiktímabilið verði 8 mánuðir og leikjum fjölgað upp að minnsti 30 leiki á lið.
Í áratugi hefur flokka fyrirkomulagið verið þannig að hver iðkandi er í 2 ár í hverjum flokki þangað til komið er upp í 2.fl. Annaðhvert ár á yngri ári og það næsta á eldra ári. Krakkar sem taka þátt í Íslandsmóti raðast svo í deildir eftir því hvernig árgangnum á undan þeim gekk í Íslandsmótinu árið áður.
Þetta er mikil tímaskekkja. Margir núverandi og fyrrverandi fótboltamenn kannast við þá sögu hafa spilað í rangri deild heilt ár vegna þessa.
Ég mun leggja ríka áherslu við stjórnarborð knattspyrnusambandsins að breyta flokka skiptingunni þannig að hún verði árgangaskipt. Þannig að krakkar í 1.bekk æfi í 1 flokki, 2. bekkur verði í 2. flokki, 3. bekkur í 3. flokki og svo koll af kolli. Þannig æfa krakkarnir með sínum jafnöldrum, spila við sína jafnaldra og getuskipting í móti raðast af árangri síðasta árs hjá þessum sömu iðkendum. Eins og tíðkast hefur þá kemur ekkert í veg fyrir það að iðkendur æfi/keppi upp fyrir sig hafi þau líkamlega, andlega og tæknilega færni til þess.
Eftir að krakkarnir eru búnir með 8. flokk verður svo skipt í U15 ára lið fyrir 9-10 bekk og U17 ára flokk fyrir krakka á fyrsta og öðru ári í framhaldsnámi. Líkamlegur munur á krökkum í 8.bekk og 9-10 bekk er gríðarlegur og unglingalandsliðin okkar leika í U-15 og U-17 ára liðum þannig að breytingin er rökrétt.
Með þessari breytingu á flokkakerfinu mun ég líka leggja til að stærð valla og fjölda leikmanna inná vellinum verði breytt. Í dag spila krakkar í 4.flokki (7 og 8 bekkur) 11 gegn 11 á stóran völl með stór mörk. Fæstir iðkendur í drengjaflokki hafa tekið út kynþroska og “skrefa” völlinn illa og afar sjaldgæft er að markmenn nái að hoppa upp i slá. Það er gríðarlega erfitt að vera markmaður í 4.flokki karla og kvenna fyrir langflesta markmenn, því miður.
Þegar krakkarnir eru komnir í U15 ára liðin, í 9 og 10 bekk þá er rökrétt að þau byrji að spila 11 gegn 11. Leikmenn í 7 og 8 bekk, sem er 4.flokkur í dag ættu að spila 9 gegn 9 á hálfann völl á millistærð af mörkum þar sem rangstæða verður með, ólíkt því sem viðgengst í 5.flokki. Leikmenn í 5 og 6 bekk myndu spila 7gegn 7á ¼ af velli. 1-4 bekkur spila svo 5 gegn 5 á ⅛ af velli.
Þessa breytingatillögur eru hugsaðar til þess að leikmenn í yngri flokkum á Íslandi fái boltann oftar en þau fá hann í leikjum í dag. Breytingin ætti líka að valda því að þau lendi oftar í leikstöðunni 1v1, 2v1, 2v2 o.f.frv.
Vafalaust eru einhver horn í tillögunum sem má pússa til og skilgreina betur í reglulegar, s.s rangstöðu í 9 gegn 9 manna fótbolta. Til þess að fínpússa tillögurnar mun ég kalla til mín reynslumikla yfirþjálfara félaga á landinu.
Mannauðurinn innan félaga knattspyrnuhreyfingarinnar er mikill og mikilvægt fyrir framþróun starfsins að þjálfararnir fái að koma í ríkari mæli að ákvörðunartöku málefna yngri flokka.
Þess vegna býð ég mig fram starfa í stjórn KSÍ.
Með fótboltakveðju,
Jón Páll
Athugasemdir