Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 11. mars 2021 13:30
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Fjölgun leikja og ný bikarkeppni
Eiður Ben Eiríksson skrifar
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Eiður Ben Eiríkssson greinarhöfundur.
Eiður Ben Eiríkssson greinarhöfundur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hugmyndin kviknaði hjá mér í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið undanfarið um fjölgun leikja í íslandsmótinu.

Ég ætla þó ekki að hætta mér í þá umræðu hér og hvað mér finnst um niðurstöðurnar í því máli, en ég held að allir sem koma að íslenskri knattspyrnu séu sammála því að eitthvað þarf að gera til þess að fjölga leikjum.

Ég setti saman smá hugmyndir um fjölgun leikja áður en hefðbundnar deildarkeppnir hefjast. Svipað fyrirkomulag er þekkt t.d. í Svíþjóð og þá spila liðin leiki sem skipta máli áður en tímabilið hefst.

Hvert lið spilar þá þrjá leiki í svokallaðari undankeppni bikarsins, en ég bjó einnig til auka bikarkeppni sem fær vinnuheitið Borgunarbikarinn hér eftir.

Í stuttu máli er liðunum skipt í átta riðla og eru fjögur lið í hverjum riðli. Ég tek karla mótið sem dæmi þar sem fyrirkomulagið er aðeins flóknara kvennamegin þar sem einungis eru 33 lið skráð í Íslandsmótið 2021, en fyrirkomulagið þyrfti að vera aðeins öðruvísi þar.

Til þess að einfalda hlutina fyrir lesandanum ætla ég að taka bikarkeppnina 2020 sem dæmi, þá tóku 80 lið þátt. Liðin í efstu deild komu inn í 32 liða úrslitum en önnur félög spila í undankeppni bikarsins.

Í dag heitir bikarkeppnin Mjólkurbikarinn og verður það vinnuheitið í þessum pistli á meðan nýja bikarkeppnin mun heita Borgunarbikarinn.

Öll félög sem hafa áhuga og tök til mega taka þátt í bikarkeppni KSÍ eins og keppnin er sett upp í dag.Það verður einnig raunin en því neðar sem þú endaðir sumarið áður verður ferðalagið lengra, sama fyrirkomulag og er í dag.

Ég tók saman árangur liðana 2019 og raðaði liðunum niður samkvæmt því.

Við byrjum þetta á umspilsleikjum fyrir þau lið sem enduðu með slakasta árangurinn 2019 og svo koll af kolli. Til að einfalda lesturinn bjó ég til úrslit sem mér þótti líkleg.

Óþarfi er að fara nákvæmlega eftir þessari leið, en þetta er einungis til gamans gert til að fá einhverja niðurstöðu í hlutina sem gætu leitt til þess að við fáum skemmilega bikarkeppni.

Við byrjum þetta á liðunum með slakasta árangurinn 2019 í 4.deild.

Þessir leikir fá vinnuheitið Q

Liðin sem eru feitletruð vinna sína leiki og halda áfram í næstu umferð



Næst förum við í umspilsleiki sem fá vinnuheitið W, enginn sérstök ástríða hjá mér í úrslitum þessarar umferðar, en ég spái að feitletruðu liðin munu hafa þetta að þessu sinni.



Næsta umferð fær vinnuheitið Y, ég fór niðrí KSÍ og dró kúlurnar og eftirfarandi lið mætast í þessari umferð. Áfram spái ég því að feitletruðu liðin muni sigra.



Þá er komið að úrslitaleikjum um að komast í úrslaleiki um hvaða lið fær sæti í loka riðlinum þessir leikir fá vinnuheitið X. Sigurvegarar úr þessum leikjum spila um laust sæti í undanriðlum bikarsins.



Þá er komið að bikakeppninni sjálfri. Liðin fara í átta riðla og er liðunum skipt upp eftir styrkleika sem auðvelt er að lesa út úr á myndinni hér að neðan.

Liðin í 1 og 2 sæti fara í „aðal keppnina“ ekki ósvipað og við sjáum í Meistaradeild Evrópu. Til þess að gera 1 sætið meira spennandi að sækja að þá verður sú regla að í 16 liða úrslitum geta liðin sem lenda í 1. sæti ekki mæst og mætast liðin sem lenda í 1. sæti liðunum úr öðrum riðlum sem lentu í 2. sæti.

Liðin sem enda í 3 og 4 sæti fara í „hina bikarkeppnina“ Borgunarbikarinn.

Sama fyrirkomulag, liðin í 3. sæti geta mætt liðunum sem lentu 4 sæti.

Eftir þessa riðla byrja keppnirnar í 16 liða úrslitum og er fyrirkomulagið þar útsláttarkeppni eins og við þekkjum þar sem spilað er til þrautar í hverri umferð.





Að mínu mati gæti þetta fyrirkomulag bætt við spennandi leikjum sem skipta máli. Að sama skapi er hægt að gera frábæra bikarkeppni fyrir „hin liðin“ til þess að vinna og komast lengra. Á hverju einasta ári eru það lið úr efstu deild sem komast hvað lengst, oftast eru 1-2 lið úr Lengjudeildinni sem komast lengra en önnur.Þó er langt síðan að lið úr 1.deild komst alla leið í úrslit.

Með þessu fyrirkomulagi er ekki verið að taka burtu bikarævintýrin, í þessu fyrirkomulagi geta liðin í neðrideildum látið sig dreyma um sigur í bikarkeppni.

Ég notaði vinnuheitið Borgunarbikarinn, en ég tel að hægt væri að selja nýjum aðila þessa keppni og vettvangur fyrir sjónvarpsstöðvar að sýna frá þessari nýju keppni.
Athugasemdir
banner