Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fim 24. febrúar 2022 06:00
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Ég óska eftir endurkjöri
Ásgrímur Helgi Einarsson skrifar
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Ásgrímur Helgi Einarsson er greinarhöfundur.
Ásgrímur Helgi Einarsson er greinarhöfundur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Í haust tók ný stjórn við hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Ástæðu þess að stjórnarskipti urðu þekkja flestir og ætla ekki að kryfja það mál hér. Ný stjórn tók við á erfiðum tíma og fyrstu verk snéru að þeim málum sem leiddu til stjórnarskiptanna. Vinna við að fara yfir þessi mál var sett af stað og starfshópar skipaðir. Þessi vinna er enn í gangi og allir eru sammála um að koma verkferlum og reglum þannig fyrir að allt sé skýrt ef ofbeldismál koma upp.


Það þótti ekki eftirsóknarvert að stíga inn í stjórn KSÍ á þessum tíma. Nokkuð hefur verið rætt um að fótboltinn hafi setið á hakanum síðan ný stjórn tók við en það frábæra fólk sem kom inn í stjórnina með mér hefur staðið sig frábærlega í að halda öllum fótbolta málunum áfram. Þar á ég við mótamál, dómaramál, landsliðsmál, fræðslumál, rekstrarmál ofl ofl, allt mál sem hægt er að kalla bein fótbolta mál. Þó svo að það hafi farið mikil vinna í þessi mál sem komu upp í haust þá hefur ekki farið mikið minni tími að sinna þessum málum líka.

Auðvitað koma upp mál sem eru ekki eins skemmtileg en engu að síður nauðsynlegt er að vinna. En það eru fótboltamálin sem ég brenn fyrir. Minn bakgrunnur í boltanum er sem dómari, þjálfari og stjórnandi. Ég dæmdi í deildarkeppni KSÍ í 17 ár, þjálfaði alla flokka karla og kvenna, unnið sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar og verið formaður knattspyrnudeilda. Ég tel að ég hafi á þessum tíma náð mér í reynslu sem nýtist vel í það starf að sitja í stjórn stærsta sérsambands landsins, KSÍ.

Á þessum tíma sem ég hef setið í stjórn KSÍ hef ég jafnframt verið formaður landsliðsnefndar A landsliðs karla. Landsliðið okkar er að fara í gegnum endurnýjun og spennandi tímar framundan. Þar er mikið starf sem þarf að vinna og vonandi fær ég umboð til þess að halda því starfi áfram.

Við þurfum að hlúa að grasrótinni. Á ég þá ekki bara við okkar ungu iðkendur heldur líka tengd störf svo sem starf sjálfboðaliða og dómara. Sjálfboðaliðarnir eru hreyfingunni ómetanlegir sem og dómarar en dómarar hafa setið á hakanum hvað varðar fjölgun og utanumhald. Við þurfum að hlúa vel að uppbyggingu landsliðanna okkar, bæði kvenna og karla og einnig að aðstoða félagsliðin okkar við að ná árangri í Evrópu.

Ég óska eftir endurkjöri á ársþinginu 26. febrúar og hlakka til þess að fá tækifæri til að vinna áfram að uppbyggingu fótboltans í samstarfi við félögin í landinu og það frábæra fólk sem býður sig fram til stjórnar. Ég er opin fyrir og tilbúin í samtöl við alla þá sem vilja ræða þessi mál við mig, opinn fyrir hugmyndum og góðum tillögum. Númerið mitt er á ja.is og netfangið mitt er [email protected].

Ásgrímur Helgi Einarsson
Frambjóðandi til stjórnar KSÍ


Athugasemdir
banner
banner
banner