Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   fim 19. desember 2019 14:15
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Sköpunarsaga Köttaranna
Hlynur Áskelsson skrifar
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Fyrsta ljósmyndin sem opinberlega birtist af Kötturunum var tekin af Þróttaranum Gunnari Sverrissyni og birtist í DV þann 10. september árið 1990. Myndin var tekin þann 8. september árið 1990. Þegar Þróttur varð íslandsmeistari í 3. deild. Fæðingardagur slagorðsins „Liiiiiiiifi ÞRÓTTUR!!! Haukur Magnússon fyrirliði Þróttar í öruggum höndum nokkurra Frum- Köttara. Á myndinni eru: Ottó Tynes, Albert Albertsson, Sigurður Guðmundsson, Haukur Magnússon, Þórður Sveinsson, Hlynur Áskelsson, Lárus Páll Ólafsson, Konráð Gíslason og Sigurjón Gylfason.
Fyrsta ljósmyndin sem opinberlega birtist af Kötturunum var tekin af Þróttaranum Gunnari Sverrissyni og birtist í DV þann 10. september árið 1990. Myndin var tekin þann 8. september árið 1990. Þegar Þróttur varð íslandsmeistari í 3. deild. Fæðingardagur slagorðsins „Liiiiiiiifi ÞRÓTTUR!!! Haukur Magnússon fyrirliði Þróttar í öruggum höndum nokkurra Frum- Köttara. Á myndinni eru: Ottó Tynes, Albert Albertsson, Sigurður Guðmundsson, Haukur Magnússon, Þórður Sveinsson, Hlynur Áskelsson, Lárus Páll Ólafsson, Konráð Gíslason og Sigurjón Gylfason.
Mynd: DV
Hlynur Áskelsson og Halldór Gylfason að senda köttaða strauma
Hlynur Áskelsson og Halldór Gylfason að senda köttaða strauma
Mynd: Úr einkasafni
Köttarar fækka fötum á Akureyri þann 4. september 1996.
Köttarar fækka fötum á Akureyri þann 4. september 1996.
Mynd: Úr einkasafni
Guð er með Þrótti! Guð gaf Þrótti stúku! Jóhannes Páll Páfi II kyssir Ísland og blessar síðan áhorfendastúku sem síðar var flutt á gamla heimavöll Þróttar við Holtaveg
Guð er með Þrótti! Guð gaf Þrótti stúku! Jóhannes Páll Páfi II kyssir Ísland og blessar síðan áhorfendastúku sem síðar var flutt á gamla heimavöll Þróttar við Holtaveg
Mynd: Morgunblaðið
Köttarar mættir til leiks í „köttaðri“ skrúðgöngu!
Köttarar mættir til leiks í „köttaðri“ skrúðgöngu!
Mynd: Úr einkasafni
Hlynur Áskelsson að stilla fókusinn.
Hlynur Áskelsson að stilla fókusinn.
Mynd: Jón Hrói Finnson - Dagur-Tíminn
Knattspyrnufélagið Þróttur fagnaði á haustmánuðum 70 ára afmæli sínu og í tilefni þess gaf félagið út veglegt afmælisrit. Falast var eftir því að undirritaður skrifaði gein í blaðið um það hvernig Köttararnir, stuðningssveit Þróttar, urðu til. Greinin þótti ekki hæf til birtingar í afmælisritinu og birtist því hér í staðin á fótbolti.net. Kann höfundur netmiðlinum bestu þakkir fyrir birtinguna og um leið að varðveita söguna óritskoðaða.

VARÚÐ! – ÓHEFLAÐ MÁLFAR
Árið 1989 sköpuðu nokkrir drengir úr Vogahverfinu Köttarana!
Hér kemur sagan sem aldrei hefur verið sögð. Í dag eru 30 ár frá upphafinu.
Allt sem er merkilegt krefst byltinga, óláta, átaka og þess að hurðum sé sparkað upp, munnurinn opnaður, orðum og hugsunum hleypt út og hnefinn settur á loft. Ef þú lesandi góður ert viðkvæm sál og meira fyrir ritskoðaða sögu, RÚV og sótthreinsaðar staðreyndir þá skaltu hætta að lesa NÚNA!

Upphaf Köttaranna má rekja 30 ár aftur í tímann til síðsumars ársins 1989 þegar meistaraflokkur Knattspyrnudeildar Þróttar spilaði í gömlu 3. deildinni, það er þeirri deild sem í dag kallast 2. deild. Nokkrir ungir Þróttararsátu í Menntaskólanum við Sund og veltu fyrir sér í hvaða átt Þróttur stefndi. Árin á undan höfðu verið mögur, handboltadeildin lögð niður, 2. flokkur félagsins gufaði upp og svo kórónaðist niðurlægingin árið 1988 þegar meistaraflokkur Þróttar í knattspyrnu féll niður í 3. deild.

1989
Árið 1989 var sögulegt, ólga var í allri austur Evrópu, Berlínarmúrinn að falli kominn, NicolaeCeaușescu var dreginn úr sinni kristalshöll í Rúmeníu og skotinn, kínverski herinn marði fólk undir skriðdrekum á Torgi hins himneska friðar og fyrsti þátturinn af Simpsonfór í loftið. Jóhannes Páll páfi 2. sótti Ísland heim, kraup á kné og kyssti malbikaða flugbrautina á Miðnesheiðarherstöðinni og blessaði áhorfendastúku við Landakotskirkju sem að lokinni messu var flutt með guðlegri forsjá og englaher á gamla heimavöll Þróttar við Holtaveg. Hafurbjörninn í Grindavík var opnaður, Nintendo opinberaði leikjatölvuna GameBoy, rokkstjörnur spandex-klæddu sig líkt og gleðikonur, máluðu sig meira en unglingsstúlkur og notuðu hársprey. Óeirðir og óspektir voru daglegt fréttaefni á öldum ljósvakans, fyrsta GPS gervitunglinu var skotið á braut umhverfis jörðu, bjórinn var leyfður, worldwideweb (www) uppgötvaður og rísandi öfl stigu fram um veröld víða og öskruðu á breytingar. Og síðast en ekki síst þá fagnaði Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára afmæli sínu þetta herrans ár 1989.

Hríp og Sníp
Strákarnir í MS hugleiddu hvað hægt væri að gera til að breyta heiminum og niðurstaðanvar að byrja á Þrótti. En hvað höfðu menntskælingar fram að færa fyrir íþróttafélag? Takkaskórnir komnir uppi á hillu, of ungir og örir voru þeir til að bjóða fram krafta sínatil stjórnarsetu og ekki leitaði hugurinn í þjálfara- eða sjálfboðaliðastörf. Lífið snérist um skemmtanir, að spila fótbolta án aðkomu KSÍ og drekka nýleyfðan bjór. Hvaða möguleikar voru fyrir hendi? Það eina sem þeim hugnaðist var að mæta á völlinn á komandi sumri og sendaÞrótti góða strauma.
Strákahópurinn sem myndaði Frum-Köttaranna átti það sameiginlegt að hafa gengið í Vogaskóla eða MS og æft fótbolta og handbolta með Þrótti. Önnur mikilvæg Köttara-staðreynd, sem fæstum er kunnug, er sú að Köttararnir eru beint afsprengi félagsskapar sem heitir HRÍP og er skammstöfun sem stendur fyrir „Hið Ramm Íslenska Pervertafélag“. Þótt félagið hafi kennt sig við pervisjónirhafa meðlimir þess aldei borið annarlegri hvatir í brjósti sér en að styðja Þrótt.
HRÍP var öflugur og samheldinn vinahópur úr Vogahverfinu sem hafði það að markmiði að skemmta sér á milli þess sem keppt var í Heimsmeistara-Hverfakeppni í fótbolta við aðra strákaklíku úr Laugarnesinu sem vissi ekkert hvað hún ætti að kalla sig en fékk að lokum nafnið SNÍP. Engin merking lá á bakvið nafnið SNÍP hjá Laugarnesgenginu annað en að það rímaði við HRÍP, var þjált og lá vel í munni. En Sigurður nokkur Guðmundsson hinn glúrni Frum-Köttari var fljótur að átta sig og hvað merkinguna vera: „Snúum Niður Íslenska Perverta“.
SNÍP-ararnirfléttuðust síðar inn í Þrótt og má þar nefna góða og dygga félagsmenn eins og Kaldal frændurna Jón, Sigurð og Friðrik og Betsson-Kónginn Sverri Rafsson. Vinahóparnir HRÍP og SNÍP tóku á þessum tíma upp á sína arma áttaviltan MS-ingúr Árbænum að nafni Lárus Pál Ólafsson sem síðan rann eins og smurð lega inn í hóp Frum-Köttara. Þessi ættleiddi Árbæingur varð síðar fyrir vitrun og andlegri uppljómun er honum, eftir miklar draumfarir, opinberaðist hið stórbrotna slagorð „Lifi Þróttur“ sem fyrir löngu er inngróið og samofið félaginu. Til gamans má geta að annað sterkt slagorð birtist Lárusi í draumi sem náði ekki viðlíka flugi og það fyrra en það er: „Þróttur- að eilífu“.

Ungir og óritskoðaðir
Á árunum fyrir fæðinguKöttaranna sátu íslenskir knattspyrnuáhorfendur að mestu þöglir og horfðu á sitt lið vinna eða tapa. Á góðum degi var kyrjað „áfram Þróttur“ og mörkum fagnað. Einhver kallaði „út af með dómarann“ og annar gólaði „upp með sokkana“. Stuðningsmannastemning á knattspyrnuleikjum þessa tíma var gott sem engin, engir lúðrar, engir fánar, engir berir að ofan, engin læti og ekkert fjör. Við Þróttararnir sem sátum þennan síðsumardag í MS og ræddum framtíðinahétum okkur því að mæta næsta sumar á leiki til að kýla okkar menn í gang.
Á þessum dýrðartímum voru allir leikir í 3. deildinni spilaðir annað hvort á laugardögum eða sunnudögum, sem var frábært. Við strákarnir hittumst fyrir leiki, fengum okkur bjór, fórum svo á völlinn og drukkum fleiri. Oft var gamanið það mikið að við misstum af fyrri hálfleiknum en náðum þeim seinni, sem var fínt því þá var innkoman sterkari. Við höfðum það ekki í okkur að sitja á rassinum uppi í stúku og kyrja „áfram Þróttur“ eða púa á dómarann. Það var eitthvað svo gamaldags, máttlaust og „óköttað“. Við vorum átakasinnar, byltingarmenn, elskuðum nekt og fækkuðum fötum við flest tækifæri. Í dag væri hópur af þessari gerð kallaður einhverjum flottum nöfnum eins og frumkvöðlar, aktívistar eða áhrifavaldar. Ómeðvitaðir vorum við drifnir áfaram af innbyggðum frumkrafti, okkar náttúrulega hormónahámarki, húmor og orðaforða sem okkur var tamur og rúmaðist í hvatvísum testósterón-huga ungra manna og á þann hátt storkuðum við viðteknum venjum, gildum og umhverfinu.

Dómarann í korselett
Á þessum sokkabandsárum mættum við til leiks ungir,óheflaðir, leiftrandi graðir og óritskoðaðir. Engin pólitískur rétttrúnaður en samt ekki fordómafullir, ekkert meetoo en samt engir dólgar, engin hógværð en ekki hrokafullir, ekki fyrirmyndar tengdasynir en samt ofur karmannlegir, ekki kurteisir en aldrei dónalegir og aldrei nokkur tíman ofbeldisfullir. Nærvera okkar gat virkað ógnandi en hún var aldrei hættuleg, hún gat verið ögrandi en aldrei fráhrindandi. Kannski var hún í sínum hráa beinskeytta unggæðishætti aðlaðandi og heillandi. Við spáðum ekkert í þessa hluti. Okkar markmið var gleði og stuðningur viðÞrótt. Lengra náði það ekki. Það var ekkert verið að huga að háttvísi, markaðsímynd, framkomu, eigin orðspori eða almennri siðprýði.

Hverjir r**a í r**s(varúð: óheflað málfar)
Við öskruðum, görguðum og sviptum okkur klæðum sama hvernig viðraði. Við vildum fá dómarann í kynskiptiaðgerð, korselett og sokkabönd og senda hann til Hamborgar eða í rauðan glugga í Amsterdam. Ef andstæðingurinn datt í grasið var sungið „bíta gras, bíta gras“. Síðan klöppuðum við fyrir honum þegar hann stóð á fætur og við báðum viðkomandi að safna yfirvaraskeggi og þiggja að gjöf leðurderhúfu. Við sömdum okkar eigin lög og texta, mættum með trommur, lúðra og önnur hávaðatæki og okkar allra heitasta slagorð var þrumað á hverjum leik og hljómaði þannig:Hverir eru bestir? Og stúkan svaraði: ÞRÓTTUR. Aftur var kallað: Hverjir vinna leikinn? Og síðan: Hverjir eru fallegastir? Alltaf gólaði stúkan: ÞRÓTTUR. Í beinu framhaldi kom svo „Punch-línanöskruð enn hærra:Hverjir ríða í rass? Og stúkangargaði: ÞRÓTTUR!!! Svo kom seinni parturinn, öskraður af öllum mætti: Hverjir ríða í píku? Svarið við því, í djúpum drafandi karlmannlegum bassatón, var alltaf nafn viðkomandi mótherja.
Svo þegar okkar ástkæri formaðurÞróttar og mikli foringi Tryggvi Geirsson mætti í stúkuna kölluðum við eftir því að fá að sjá hann naktan. „Tryggvi nakinn, Tryggvi nakinn…“ hljómaði oft og mörgum sinnum í hinni goðsagnakenndu og allraheilögu Páfastúku sem stóð við gamla Þróttaragrasið á Holtaveginum. Blessuð sé minning þeirrar uppeldisstöðvar.

Lamdir í Grindavík
Við eltum okkar lið um landiðþvert og endilangt. Eitt sinn var ferðinni heitið til Grindavíkur þar sem við sáum okkar menn leggja innfædda að velli. Þróttararnir niðurlægðu þá á knattspyrnuvellinum og við strákarnir yfirgnæfðum stúkunna. Heimamenn fengu það óþvegið úr öllum áttum og varð svara fátt svona fyrsta kastið. Við héldum svo eftir leik á Hafurbjörninn sem er krá þeirra Grindvíkinga. Þar héldu leikar áfram og nú skoruðu heimamenn á okkur í drykkjukeppni þar sem þeir lutu í grasið á ný. Við fögnuðum vel og innilega og kvöddum krána. En Grindvíkingarnir voru ekki búnir að segja sitt síðasta. Þegar út var komið voru dreifbýlismennirnir búnir ræsaút hvern einasta sjóaraog slorkarl í þorpinu og umkringja allar útgönguleiðir úr Hafurbirninum. Þetta eftirmiðdegi suður með sjóvorum við Reykvíkingarnir teknir og lamdir í klessu. Barsmíðarnar voru harðar og grimmar, högg og spörk, blóðug nef, sprungnar varir og ein brotin tönn í Halldóri leikaranum Gylfasyni. Meira að segja einkennisklæddur löggæslumaður þeirra heimamanna varð vitni að hildarleiknum þar sem hann sat í sínum bíl úti í vegkantiog hafði gaman af. Þarna lærðu við góða lexíu að grindvískum sjómanna sið en hún var gleymd í næsta leik enda sárin gróin, ný helgi runnin upp og gleði handan við næsta horn.

Köttaður með smá snakk
Á þessum fæðingarárumKöttaranna var þessi drengjahópur úr Vogahverfinu nafnlaus með öllu. Það var ekki fyrr en þjálfari nokkur hjáÞrótti hinn mikli eðalmaður, Kristinn Atlason sem var aðstoðarþjálfi meistaraflokks karla árin 1993 til 1996 fór sérstaklega að óska eftir og hvetja til nærveru okkar á leikjum. Stinni, eins og Kristinn var ávallt kallaður, kom oftar en einu sinni að máli við okkur og sagði á þessa leið: „Mættið þið ekki á leikinn? Þið þarna, þið… Köttararnir, það breytir öllu að hafa ykkur í stúkunni“. Þá fyrst rann það upp fyrir okkurað við værum að senda góða strauma á réttan stað. Það var mjög „köttað“ og þarna var nafnið kórónað og blessað. Allt Stinna okkar að þakka.
Og þá fer fólk að velta fyrir sér af hvaða orði þetta nafn „Köttarar“ sé komið. Nafnið hefur ekkert með mjálmandi ketti að gera. Á árinu 1996 þegar Köttararnir voru formlega stofnaðir og markaðsvæddir voru gefin út meðlimaskírteini sem skörtuðu hvítri læðu. Sú myndlíking var afvegaleiðing frá hinni upphaflegu merkingu nafnsins sem á sér djúpar rætur í tungutaki vaxtarræktarmanna. En á þeim bæ snýst allt um að vera „köttaður“ eða „skorinn“, þ.e.a.s. með lágt líkamsfituhlutfall og vel sýnilega vöðvabyggingu. Allir Köttararnir voru „köttaðir“, bara mismikið. Sumir með six-pack aðrir með six-pack og smá snakk eins Jón Ólafsson, Nýdanskur og mikill Þróttari, orðaði svo skemmtilega hér um árið.

„… að hníga í kransa“
Svo gerðist það þann 8. september árið 1990 að Þróttur sigraði 3. deildina með yfirburðum og til er goðsagnakennd ljósmynd sem tekin var eftir að Köttararnir hlupu inn á völlinn eftir síðasta leik og tolleruðum okkar ansi vel köttaða fyrirliða Hauk Magnússon. Eftir þennan glæsta sigur var haldið kaffisamæti fyrir leikmenn, stuðningsmenn og velunnara í Þróttheimum. Í sigurvímunni héldum við Köttararnir að okkur væri ættlað sæti þar inni en fundum þess í stað að nærveru okkar var ekki óskað, sem var kannski eðlilegt, sökum þess að við höfðum látið allt flakka og farið algjörum hamförum í stúkunni meðan á leik stóð og í fagnaðarlátunum að honum loknum. Að endingu var okkur hleypt inn með semingi og því skilyrði að við myndum vera til friðs og hafa okkur ekkert í frammi.
Eftir að Tryggvi Geirsson, okkar ástkæri foringi, hafði haldið stutta tölu og óskað Þrótti til hamingju með glæsilegan deildarsigur þá reis úr hópi Köttara, í allri sinni fegurð, Sigurjón nokkur Gylfason, eldri bróðir Halldórs Gylfasonar, sló hann teskeið í glas og bað um orðið. Hinir eldri og virðulegu Þróttarar roðnuðu og hvítnuðu í framan og bjuggust við einhverjum ósóma en Sigurjón hélt stutta og snotra ræðu sem fáir skildu og enn færri muna en að endingu lét hann þau fleygu orð falla að Þróttur hefði spilað svo fallegan fótbolta þennan dag að sjálfur hefði hann oft á tíðum hreinlega „hnigið í kransa“. Síðan þá hefur orðatiltækið „að hníga í kransa“ lifað með okkur Frum-Kötturum og er notað sem lýsing á hæsta stigi mannlegrar upplifunar og fullnægju.

Liiiiiiifi ÞRÓTTUR
Þennan merka dag á gamla Þróttaravellinum við Holtaveg var staddur fyrrnefndur ættleiddi Árbæjardrengurinn Lárus Páll Ólafsson og er vert að geta hans hér og skrifa nafn hans feitu letri í sögubækur Þróttar því hann er höfundurinn og hugmyndasmiðurinn að sterkasta slagorði og vörumerki Íslandssögunnar. Eftir að Sigurjón hinn fagri hafði lokið máli sínu reis Lárus Páll á fætur með augun hulin svörtum sólgleraugum og í samlitum leðurjakka lörðandi af kynþokka þrumaði hann yfir samkomuna: Liiiiiiifi ÞRÓTTUR!!!
Á þessu augnabliki hnigu allir viðstaddir í kransa og hafa verið þar síðan. Örlögin voru ráðinn, brautin var rudd, himnarnir opnuðust, stjörnur alheimsins blikkuðu og nýtt ljós varðaði veginn í rauðhvítri birtu framtíðarinnar. Köttararnir voru fæddir, nýtt afl var risið, heimurinn hefur ekki verið sá sami síðan og þeir lifa og lifa og lifa enn og … lifa inn í hið óendanlega… að eilífu!!!
Lifi Þróttur!!!

Höfundur:
Hlynur Áskelsson
13.12.2019
Athugasemdir
banner
banner