Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   þri 17. mars 2020 11:30
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Hatrið mun sigra
Garðar Örn Hinriksson skrifar
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Stuðningsmenn komu hlaupandi inn á völlinn í leik West Ham og Millwall árið 2009.
Stuðningsmenn komu hlaupandi inn á völlinn í leik West Ham og Millwall árið 2009.
Mynd: Getty Images
Garðar Örn Hinriksson skrifar.
Garðar Örn Hinriksson skrifar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lögreglan hefur í nógu að snúast þegar West Ham og Millwall mætast.
Lögreglan hefur í nógu að snúast þegar West Ham og Millwall mætast.
Mynd: Getty Images
Áhorfendur inn á vellinum árið 2009.
Áhorfendur inn á vellinum árið 2009.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Millwall.
Stuðningsmenn Millwall.
Mynd: Getty Images
Hatrið á milli Millwall og West Ham United er eitt það langlífasta og bitrasta í enskri knattspyrnu. Bæði liðin, sem í upphafi hétu Millwall Athletic og Thames Ironworks, voru bæði staðsett í austurhluta London og aðeins örfáir kílómetrar voru á milli liðanna. Fyrsti leikurinn á milli þeirra fór fram í FA bikarkeppninni keppnistímabilið 1899-1900. Leikir liðanna á þessum tíma voru þekktir sem „Dockers derby“ þar sem stuðningsmenn beggja liða unnu á skipasmíðastöðvum sitthvoru megin við Thames ánna. Ekki nóg með það að stuðningsmenn beggja liða unnu fyrir sitthvora skipasmíðastöðina því báðar skipasmíðastöðvarnar voru einnig í harðri samkeppni við hvor aðra og mun það einnig hafa aukið á spennuna á milli liðanna.

Árið 1910 flutti Millwall sig um set og færði sig frá Thames ánni suður til New Cross og því voru liðin ekki lengur nágrannar. Bæði liðin hafa fært sig til síðan þá og eru núna aðeins nokkrir kílómetrar á milli liðanna tveggja, eða um sex kílómetrar. Millwall færði sig til Bermondsey árið 1993 og West Ham til Stratford árið 2016.

Millwall og West Ham hafa leikið á móti hvort öðru 99 sinnum. Millwall hefur unnið 38 sinnum, West Ham 34 sinnum og 27 sinnum hafa liðin gert jafntefli. Fyrir fyrri heimstyrjöldina mættust þau 60 sinnum á aðeins 16 árum en síðan árið 1916 hafa þau leikið gegn hvoru öðru aðeins 39 sinnum þar sem liðin hafa sjaldan verið í sömu deild. Þrátt fyrir fáa leiki undanfarna áratugi hefur ástríða stuðningsmanna haldist og líta stuðningsmenn beggja liða á hitt liðið sem þeirra aðalkeppinaut. Síðast áttust þessi lið við í deildakeppni keppnistímabilið 2011-12 þegar bæði lið léku í næstefstu deild Englands.

Ofbeldi hefur verið algengt í kringum þessa leiki og eitt dauðsfall hefur orðið en það gerðist árið 1976 þegar stuðningsmaður Millwall, Ian Pratt, lést eftir að hafa fallið úr járnbrautarlest eftir slagsmál við stuðningsmenn West Ham. Eftir hið sorglega atvik bjuggu stuðningsmenn West Ham til sönginn, „West Ham boys, we´ve got brains, we throw Millwall under trains“. Stuðningsmenn Millwall biðu þolinmóðir í tvö ár til að hefna fyrir dauðsfallið. Þegar félögin tvö mættust svo aftur í október árið 1978 dreifðu stuðningsmenn Millwall bæklingi fyrir leikinn sem var spilaður á heimavelli West Ham en í honum stóð meðal annars: „A West Ham fan must die to avenge him“. Öllum að óvörum mætti lögreglan með öflugan mannskap á Upton Park en um 500 lögreglumenn sáu til þess að allt færi friðsamlega fram, sem það og gerði. West Ham vann leikinn 3-0.

Árið 1972 mættust liðin í góðgerðarleik sem var haldinn fyrir varnarmann Millwall, Harry Cripps, sem hóf feril sinn hjá West Ham. Leiksins verður þó helst minnst vegna slagsmála stuðningsmanna beggja liða bæði á leikvangnum sjálfum sem og fyrir utan hann. Keppnistímabilið 2003-04 áttust liðin við þar sem Millwall hafði betur, 4-1, en þetta er stærsti sigurinn á milli þessara liða í deildakeppni. Í leiknum brutust út mikil slagsmál á meðal stuðningsmanna og eftir þennan leik var þessi leikur kallaður af stuðningsmönnum Millwall, sem og fjölmiðlum á Englandi, „The Mothers´ Day Massacre“.

Leikur Englands á móti Paraguay á HM 2006 var sýndur utandyra á stórum skjá í London. 100 stuðningsmönnum Millwall og West Ham United leiddist eitthvað þófið og út brutust mikil slagsmál á milli þeirra sem varð til þess að 16 manns slösuðust og þurftu að leita sér læknishjálpar. Lögreglan lét slökkva á leiknum vegna þessa en 10 mínútur voru eftir af leiknum þegar lögreglan tók þessa ákvörðun. Nýjasta dæmið gerðist árið 2009 á heimavelli West Ham þar sem stuðningsmenn beggja liða slógust eins og enginn væri morgundagurinn og urðu margir fyrir meiðslum þann daginn og var einn stuðningsmaður Millwall meðal annars stunginn áður en leikurinn hófst en hann lifði árásina af. Í síðustu tveimur deildaleikjum sem fóru fram á milli liðanna tveggja, keppnistímabilið 2011-12, var lögreglan með miklar aðgerðir til að koma í veg fyrir slagsmál og fóru þeir leikir fram án vandræða.

Árið 2013 var stuðningsmaður West Ham dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að skipuleggja ofbeldi á milli liðanna tveggja þegar þau áttust við í upphafi árs 2012. Hann valdi þennan leik þar sem hann taldi að fáir lögreglumenn yrðu við störf í kringum leikinn en hann gat ekki haft meira rangt fyrir sér en lögreglan mætti með afar öflugt lið á svæðið eins og áður hefur komið fram.

Það eru ekki bara stuðningsmenn liðanna sem hafa barist því einnig hafa leikir liðanna verið harðir þar sem ekkert hefur verið gefið eftir. Í leik árið 1906 meðal annars var Alf Dean, leikmanni Millwall, hent á auglýsingaskilti af leikmanni West Ham, Len Jarvis. Margir voru bornir af velli á sjúkrabörum en leikurinn þótti með þeim harðari sem hafa farið fram. The East Ham Echo skrifaði eftir leikinn: „Frá fyrstu mínútu leiksins var hægt að skynja það að vandræði væru í loftinu en hámarkinu var náð þegar þeim Dean og Jarvis lenti saman.“ Við þetta brutust út læti á meðal stuðningsmanna og hnefar fóru á loft. Þess má geta að tveimur leikmönnum Millwall var vísað af velli í þessum leik.
Hatrið lifir ennþá á milli Millwall og West Ham og er það aðeins tímaspursmál hvenær næstu vandræði og slagsmál á milli stuðningsmanna verða.
Athugasemdir
banner