Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 31. október 2018 17:00
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Endurvakning 4-3-3 kerfisins
Kevin Nicholson skrifar
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Kevin Nicholson.
Kevin Nicholson.
Mynd: Úr einkasafni
Jose Mourinho gerði góða hluti með Chelsea í 4-3-3.
Jose Mourinho gerði góða hluti með Chelsea í 4-3-3.
Mynd: Getty Images
Claude Makelele var öflugur sem djúpur miðjumaður hjá Chelsea.
Claude Makelele var öflugur sem djúpur miðjumaður hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Marco Silva spilar 4-3-3 hjá Everton.
Marco Silva spilar 4-3-3 hjá Everton.
Mynd: Getty Images
Roberto Firmino.
Roberto Firmino.
Mynd: Getty Images
Endurkoma og endurvakning á 4-3-3 á hæstu stigum leiksins. Margir þjálfarar í dag eru að aðhyllast þessa leikaðferð fram yfir aðra valmöguleika. Þrjú topp lið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City, Liverpool og Chelsea, hafa verið að spila 4-3-3 . Ítalía, England og Frakkland hafa líka nýverið notað kerfið í þeirra
landsliðsleikjum.

Fótboltalið sem vill ná góðum árangri þarf taktískan aga og gott jafnvægi milli sóknar- og varnarleiks. Nútíma 4-3-3 þarfnast leikmanna sem eru sveigjanlegir og orkumiklir. Þeir þurfa líka að hafa tækni og góðan leikskilning. Sum toppliðanna draga að sér eða þróa hjá sér svona leikmenn. Þau eru líka að þjálfa og ýta undir að leikmenn vinni sem lið en ekki sem hópur af einstaklingum. Þetta gefur ferskan andvara leika um 4-3-3 nálgunina. Í þessari grein mun ég líta á: Fyrrverandi leiðir sem gerðu 4-3-3 góða leikaðferð. Núverandi leiðir sem gera 4-3-3 góða leikaðferð.

Það sem áður gerði 4-3-3 að góðri leikaðferð
4-3-3 skilaði frábærum árangri fyrr á árum. Þetta sást best hjá Ajax á þeim dögum sem Cruyff var með, og frábæru Barcelona liði Pep Guardiola milli 2008-2012. Aðferðin var hentug liðum sem gátu haldið boltanum vel með mörgum sendingum. 4-3-3 leyfði þremur framherjum að halda ofarlega á vellinum til þess að sækja stíft. Þeir notuðu hápressu í opnum leik, sem oft gaf færi á að vinna boltann nálægt marki andstæðinganna. Þessu fylgdi það að 4-2-3-1 ruddi sér rúms. Það má rekja til að mestu sigursælni þýska landsliðsins í kringum heimsmeistaratitilinn þeirra 2014. Sum lið byrjuðu þá að nota leikaðferð sem í voru þrír í varnarlínu til að reyna að ná yfirburðum á öllum hlutum vallarins.

Þegar Jose Mourinho mætti til leiks í Englandi árið 2004, kom hann með sér hreinar línur með það hvernig hann vilid láta lið sitt leika, sú aðferð var ný fyrir mörgum. (Á þeim tíma notuðu mörg ensk lið enn 4-4-2.) Stór hluti af fyrri sigrum hans og sigrum Chelsea var fyrst um sinn byggð á hefðbundnu 4-3-3 leikkerfi (4-1-2-3, með Makelele sem djúpan miðjumann). Þetta hentaði hans leikmönnum og gerði þeim kleift að verða í raun enn betri. Talandi um 4-3-3 kerfið sitt, sagði Mourinho: „Sko, ef ég hefði þríhyrning á miðjunni – Claude Makelele fyrir aftan og tvo aðra fyrir framan hann framan – Mun ég alltaf hafa betur á móti hreinu 4-4-2 þar sem miðjumennirnir eru hlið við hlið. Það er vegna þess að ég mun alltaf hafa aukamann. Það byrjar með Makelele, sem er alltaf á milli þessara lína. Ef enginn kemur til hans, sér hann völlinn og hefur tíma. Ef hann er lokaður af, þýðir það að annar þessara miðjumanna er opin. Ef þeir eru lokaðir og vængmenn hins liðsins koma inn til að hjálpa, þá er pláss fyrir okkur á köntunum, annaðhvort fyrir okkar eigin vængmenn eða varnarmenn. Það er ekkert sem 4-4-2 getur gert til að stoppa það.“

Núverandi leiðir sem gera 4-3-3 að góðri leikaðferð
Nútímaþjálfarar eru að byggja upp styrkleika 4-3-3 kerfisins, og finna leiðir til þess að minnka veikleikana. Þeir eru að vinna með leikmenn sem hafa skapgerðina, hæfileika og taktísku meðvitundina sem þarf til þess að spila þetta kerfi. Sumir þjálfarar eru því að einblína á eftirfarandi.: Markmaðurinn og öftustu fjórir mennirnir þurfa að veita ákveðna undirstöðu. Frábær lið hafa nokkra leiðtoga í þessum stöðum. Það sem skiptir mestu, er að þeir vinni saman sem heild.

Markmaðurinn þarf að vera stjórnandi, framúrskarandi í markinu og hæfur í ákvörðunartökum. Í dag þurfa markmenn að getað hafið sóknir síns liðs. Jordan Pickford, sem dæmi, átti stóran þátt í mörkum Englendinga á móti Spáni. Miðverðirnir þurfa líka að vera leiðtogar. Þeir þurfa að stjórna vörninni, lesa leikinn og taka eftir hættunum. Þeir gætu þurft að bera boltann frá vörninni til að hefja sókn, sér í lagi ef liðið sem leikið er á móti er með þétta vörn. Bakverðir þurfa að vera meira en góðir varnarmenn ,oft á tíðum góðir sóknarmenn. Þeir þurfa að hafa góðan leikskilning. Þetta kallar á að annar þeirra getur þurft að sitja eftir meðan hinn sækir. Stundum þarf að stíga í plássið sem er autt þegar einn miðvarðanna fer fram.

Miðsvæðið í 4-3-3
Miðvallarblandan er mikilvæg. Þegar Maurizio Sarri var fenginn til Chelsea, hætti liðið að nota 3-5-1-1 kerfið hans Antonio Conte, þess í stað setti Sarri sitt heittelskaða 4-3-3. Hann ýtti undir Kante með að fara hærra upp völlinn, á meðan hann hafði Jorginho sem djúpan miðjumann. 4-3-3 var jú það sem Sarri lét Napoli spila með góðum árangri.

Aðferð Sarri undirstrikar staðreyndina að það hversu mikilvægt er að hafa réttu leikmennina með réttu hæfileikana. Tengiliðir hvers liðs þurfa að hafa ríka getu til þess að verjast og berjast. Í 4-3-3, er miðsvæðið lykilpartur og stendur og fellur kerfið með því og þeim leikmönnum sem liðið hefur.

Gott dæmi um retta blöndu er miðvallartríó Mourinho sem samanstóð af Makelele, Essien og Lampard, þeir voru frábærir saman. Núverandi tríó, Jorginho, Kante og Barkley, hafa góðar sendingar hæfileika, orku, sköpunargáfu og mörk.

Miðvallarþríeykið þarf að hafa agann til að leika sem varnareining, og einnig hafa eftirfarandi eigileika:
a) Hugrekkið til að taka boltann halda honum og mikla sendingargetu.
b) Orkuna til að fara á milli teiga, setja pressu á andstæðinginn og til að dekka auð svæði í varnarskyni;
c) Sköpunargáfuna til að búa til tækifæri og opna djúpa varnarlínu.
Hvert lið þarf að nota mismunandi gerðir leikmanna í hverri stöðu innan 4-3-3, samt sem áður,er lykilatriðið form með eða án boltans, jafnvægi og blanda. Þetta skilgreinir skilvirkni leikaðferðarinnar.

Frekar en að velja bara bestu leikmennina til að byrja inn á, þurfa þjálfarar nú til dags að hugsa vel og í meiri smáatriðum um leikmannaval. Þeir einblína á hvað hver leikamaður getur gefið af sér til að betrumbæta liðið og með tilliti til andstæðinga. Marco Silva er annar þjálfari sem notar 4-3-3. Hann vill frekar hefðbundna fjóra í öftustu varnarlínu, með haldandi miðverði og viðbótar „box í box“ miðjumenn. Þegar hann kom til Everton, útskýrði hann að stíllinn sem hann nýtti byggðist á varnarhugsandi miðjumönnum. Hann sagði: „Það fer eftir uppsetningu sexunnar minnar." Silva teflir Idrissa Gueye fram í
þessari stöðu.

Gareth Southgate ákvað líka að skipta úr 3-5-2 yfir í 4-3-3 í heimsmeistarakeppninni í leik Englands á móti Spáni í Sevilla í Þjóðadeildinni. Hann notaði fjóra varnarmenn sem bættu hvern annan upp vel – einn með styrk, hraða og eiginleikann til að verjast einn á móti einum á stóru svæði. Þar með talið, hreina bakverði sem veittu stöðugan stuðning bakvið boltann.

Hann valdi þrjá unga miðjumenn meðalaldur 23 ár. Hann telfdi líka fram tveimur leikmönnum með hraða og leikni, þeim Raheem Sterling og Marcus Rashford ásamt framherjanum Harry Kane.
Þessi uppstilling hentaði hverjum leikmanni – sér í lagi Sterling (í sömu stöðu og hann hefur leikið í hjá Manchester City) – og gagnárasin virkaði vel. Þessi uppstilling skilaði bestu frammistöðu Englands í langan tima.

Sókn í 4-3-3
Hverjir mannar fremstu þrjár stöðurnar í 4-3-3 er líka mikilvægt. Leikmennirnir þurfa að vera orkumiklir, geta pressað af stíft og þurfa að hafa eiginleikann að geta ‚hertekið‘ varnarlínu andstæðingana með því að taka sér góðar stöður með og án boltans. Þeir þurfa að geta tekið spretti til loka svæðum. Að lokum, þá þurfa þeir að geta skorað mörk!

Aftur, þetta snýst allt um réttu blönduna. Sum lið vinna þannig að þrír fremstu geta skipt um stöður. Sem dæmi, á móti Póllandi, setti Roberto Mancini ítalska liðið sitt út til að spila 4-3-3 en án augljós framherja – sóknarþríeykið sem samanstóð af Chiesa, Bernardeschi og Insigne gerði mótherjum þeirra leikinn erfiðan.

Áður fyrr treystu menn í 4-3-3 kefinu stundum á að hafa einn ákveðinn framherja sem gat tekið pláss í vörninni og haldið boltanum uppi með bakið að markinu. Sem dæmi, Drogba. Harry Kane getur þetta líka. Það eru núna mismunandi aðferðir í þessu kerfi. „Sveigjanlegur“ framherji, eins og Roberto Firmino hjá Liverpool er núna nýttur til að draga varnarmenn úr stöðum sínum til að leyfa Salah og Mane, að brjótast inn í plássið sem varnarmennirnir skilja eftir með hlaupum án boltans milli mið- og bakvarðanna.

Sumir þjálfarar vilja frekar að framherja tríóin haldi stöðunum sínum í uppbyggingu sókna, með vængmennina eins og Sterling og Sane hjá Manchester City sem halda sér hátt og utarlega til að teygja á vörn andstæðinganna og búa til meira svigrúm fyrir lið til að sækja miðsvæðis.

Breyting í annað kerfi þegar boltanum er tapað
Þegar boltanum er tapað, getur 4-3-3 fljótlega breyst í 4-5-1, 4-1-4 2 eða 4-4-2. Þessi aðferð var notuð hjá Englandi af og til í leiknum gegn Spáni á dögunum. Eins gerðu heimsmeistarar Frakka undir stjórn Didier Deschamps í leik þeirra á móti Þjóðverjum.

Endurkoma 4-3-3 er vegna nokkurra þátta. Þjálfarar hafa lært að byggja á styrk kerfisins og minnkað veikleikanna – sér í lagi þegar boltinn tapast. Kerfið krefst þess að unnið sé með hæfileikaríkum leikmönnum sem eru tilbúnir að vinna sem ein heild: Margir segja þeir eru ekki bara góðir með boltann. Sjáðu hvað gerist þegar þeir missa boltann. Þeir vinna sem heild til að ná honum aftur aftur og hefja sókn.“

Bestu þjalfarar dagsins í dag eru að velja að vinna með leikmönnum sem hafa réttu skapgerðina, hæfileikana og taktíska skilningin til þess að gera þetta að raunveruleika. Það er mikilvæg blanda til að gera 4-3-3 að sigursælli aðferð.

Kevin Nicholson hefur starfað hjá Exeter City, Cardiff City og Bangor.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner