Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   lau 21. september 2019 10:00
Sigmundur Ó. Steinarsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Gary John Martin markakóngur í þriðja skipti?
Sigmundur Ó. Steinarsson
Sigmundur Ó. Steinarsson
Gary Martin í leik gegn ÍA.
Gary Martin í leik gegn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Thomas Mikkelsen er markahæstur í augnablikinu.
Thomas Mikkelsen er markahæstur í augnablikinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
GARY John Martin átti góða endurkomu í Pepsí-deildinni, þegar hann hóf að leika með Eyjaliðinu eftir að vera settur út í kuldann hjá Valsmönnum að Hlíðarenda eftir aðeins þrjá leiki. Gary, sem er mikill baráttumaður, féll ekki af baki, heldur tvíefldist við mótlætið – hélt til Eyja með skotskó sína og er nú í baráttu um markakóngstitilinn, sem hann hefur hlotið tvisvar; 2013 og 2014 sem leikmaður með KR. Ég tel það næsta víst að Martin væri búinn að skora meira en 11 mörk, ef hann hefði verið nýttur hjá Val og staða Vals væri betri á stigatöflunni en hún er; áttunda sætið. Martin skoraði tvö mörk fyrir Val í þremur leikjum, síðan lék hann ekki sjö leiki í deildinni og var í „fríi“ í mánuð; frá 11. maí til 6. júní. Hann hefur skorað 9 mörk í tíu leikjum fyrir ÍBV.

„Fögur var hlíðin,“ getur Martin eflaust sagt í þeirri baráttu sem framundan er – í tveimur síðustu umferðunum. Markahæsti leikmaðurinn, Thomas Mikkelsen, Breiðabliki, er markahæstur með 12 mörk.

Martin setti sína þriðju þrennu í „markaveislu“ gegn FH; 6:4. Hann hafði áður sett tvær þrennur fyrir KR, 2013 og 2014, og var hann 18 leikmaðurinn til að setja þrennu fyrir tvö eða fleiri lið í efstu deild síðan deildskiptingin var tekin upp 1955. Síðan þá hafa verið settar 258 þrennur í deildinni. Martin var 24. leikmaðurinn til að setja þrjár eða fleiri þrennur í deildinni og fjórtándi Eyjaleikmaðurinn til að setja þrennu.

Martin var markakóngur 2013 með Atla Viðari Björnssyni, FH, og Viðari Erni Kjartanssyni, Fylki, sem allir skoruðu 13 mörk.
2014 varð Martin markakóngur með því að skora 13 mörk fyrir KR.

Martin er mikill keppnismaður, eins og fyrr segir og mun hann ekkert gefa eftir í baráttunnni um Markakóngstitilinn. Þeir leikmenn sem hann er að berjast við, eru; mörk, leikir, meðaltal í leik (innan sviga eru liðin sem leikmenn eiga eftir að leika gegn og hvað mörg mörk þeir skoruðu í fyrri viðureignunum:

Thomas Mikkelsen, Breiðabliki 12 - 18 - 0,67
(ÍBV 1, KR).
Gary John Martin, Val/ÍBV 11 - 13 - 0,85
(Breiðablik, Stjarnan - lék ekki gegn liðinum).
Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 11 - 20 - 0,55
(Fylkir 2, ÍBV 1).
Steve Lennon, FH 9 - 17 - 0,53
(KR 1, Grindavík).
G.W.M. Castillon, Fylkir 9 - 17 - 0,53
(Stjarnan, KA).
Elvar Árni Aðalsteinsson, KA 9 - 18 - 0,50
(Víkingur 2, Fylkir).

Þar sem Morten Beck Andersen hefur sett þrennu í tveimur leikjum í röð; skorað 7 mörk fyrir FH, má ekki afskrifa hann – ef hann heldur áfram að setja þrennur í leik.
Athugasemdir
banner