Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 30. september 2019 09:00
Sigmundur Ó. Steinarsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Martin er sjötti kóngurinn í Eyjum
Sigmundur Ó. Steinarsson
Sigmundur Ó. Steinarsson
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Steingrímur Jóhannesson.
Steingrímur Jóhannesson.
Mynd: Sigmundur Ó. Steinarsson
Tómas Pálsson.
Tómas Pálsson.
Mynd: Sigmundur Ó. Steinarsson
Vestmannaeyingar hafa níu sinnum hampað nafnbótinni Markakóngur Íslands frá deildaskiptingu 1955 og hafa sex leikmenn borið kórónuna. Tómas Pálsson varð fyrstur til að vera krýndur markakóngur; er hann skoraði 15 mörk 1972 og tók við Ragnarsbikarnum á Melavellinum.

Sigurlás Þorleifsson bar kórónuna 1981 og 1982, Tryggvi Guðmundsson 1997, er hann skoraði 19 mörk. Steingrímur Jóhannesson 1998 og 1999, Gunnar Heiðar Þorvaldsson 2003 og 2004 og nú Gary John Martin, sem skoraði 14 mörk. Hann hafði áður orðið markakóngur með KR 2013 og 2014.

Fjórir leikmenn komu í öðru sæti með 13 mörk: Elvar Árni Aðalsteinsson, KA, sem setti þrennu gegn Fylki, Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni – náði ekki að skora gegn ÍBV, Thomas Mikkelsen, Breiðabliki - setti eitt marg gegn KR og Steve Lennon, FH – setti tvö mörk gegn Grindavík.

Þrír leikmenn; allir Skagamenn, urðu Markakóngar fyrstir manna á Íslandi; þegar deildaskiptingin var tekin upp 1955. Þórður Þórðarson og bræðurnir Ríkharður og Þórður Jónssynir, sem skorðu allir 7 mörk. Þeir skoruðu 21 mark af 23 mörkum ÍA, hin tvö mörkin setti Halldór Sigurbjörnsson.

*Skagamenn áttu markakónga fjögur fyrstu árin. Það var Þórður Þórðarson sem sá um það – skoraði 6 mörk 1956 og 1957 og 10 mörk í 5 leikjum 1958.

*Þórólfur Beck, KR, setti markamet er hann var krýndur „Kóngurinn“ 1959; 11 mörk. Hann var einnig markakóngur næstu tvö ár; 1960 með Ingvari Elíassyni, ÍA, 15 mörk og 1961 skoraði hann 16 mörk.

Það markakóngsmet stóð þar til 1973 er Hermann Gunnarsson, Val, skoraði 17 mörk og varð „kóngurinn“ í þriðja skipti; 1967 með Val og 1970 með Íþróttabandalagi Akureyrar, 14 mörk. Hann varð annar þjálfarinn til að verða markakóngur; áður hafði Ríkharður afrekað það 1955. Hermann var fyrsti leikmaðurinn til að verða markakóngur með tveimur liðum.

Fjórir leikmenn markakóngar
*Fjórir leikmenn voru markakóngar 1968: Helgi Númason, Fram, Kári Árnason, ÍBA, Ólafur Lárusson, KR og Reynir Jónsson, Val.

*Steinar Jóhannsson, Keflavík, varð markakóngur 1971 og lék hann þá sama leik og bróðir sinn, Jón Jóhannsson. Steinar skoraði 12 mörk, Jón 8, 1966.

*Teitur Þórðarson, ÍA, varð markakóngur 1974 með 9 mörk og lék hann þá sama leik og pabbi hans, Þórður Þórðarson, gerði; Hann varð markakóngur fyrstu fjögur árin í efstu deild.

*Pétur Pétursson, ÍA, var markakóngur 1977 með 16 mörk og fékk þá Gullskó PUMA, sem Sportblaðið og Ingólfur Óskarsson, sportverslun, gáfu. Pétur setti síðan glæsilegt markamet 1978, er hann skoraði 19 mörk.

*Matthías Hallgrímsson var markakóngur með ÍA 1969, 9 mörk og 1975, 10 mörk og þá varð hann markakóngur með Val 1980; 15 mörk.

*Sigurlás Þorleifsson, ÍBV, varð markakóngur með Víkingi 1979, 10 mörk og síðan með ÍBV 1981 og 1982. Fyrra árið með Lárusi Guðmundssyni, Víkingi – 12 mörk, og seinna árið með Heimi Karlssyni, Víkingi 10 mörk.

Ingi Björn fékk Gullskóinn
Ingi Björn Albertsson, sem var markakóngur með Val 1976 – 16 mörk, varð kóngur á nýjan leik 1983 er hann skoraði 14 mörk. Ingi Björn Albertsson tók þá fyrstur leikmanna við Gullskó Adidas í hófi í Nautinu.

Framarar með gullskó fjögur ár í röð
*Guðmundur Steinsson, Fram, tók við gullskónum 1984; 10 mörk. Silfurskór Adidas var þá afhentur í fyrsta skipri og tók Hörður Jóhannesson, ÍA, á móti honum; 8 mörk.

*Þegar miðjumaðurinn Ómar Torfason, Fram, tók við gullskónum 1985; 13 mörk, fékk Ragnar Margeirsson, Keflavík, silfurskóinn og Guðmundur Þorbjörnsson, Val, bronsskóinn, sem var afhentur í fyrsta skipti.

*Guðmundur Torfason, Fram, jafnaði markamet Pétur 1986, er hann skoraði 19 mörk.

*Fjórði Framarinn til að verða markakóngur í röð var Pétur Ormslev, sem skoraði 12 mörk 1987. Halldór Áskelsson, Þór, fékk þá silfurskóinn; 9 mörk og þrír leikmenn, sem skorðu 8 mörk, fengu bronsskó: Sveinbjörn Hákonarson, ÍA, Jónas Hallgrímsson, Völsungi og Pétur Pétursson, KR.

*Hörður Magnússon, FH, var markakóngur þrjú ár í röð: 1989 (12 mörk), 1990 (13 mörk) og 1991 (13 mörk), en þá var Guðmundur Steinsson, Víkingi, einnig markakóngur með 13 mörk.

Skagamenn kóngar fjögur ár í röð
* Arnar Gunnlaugsson, ÍA, varð markakónngur 1992 með 15 mörk og aftur 1995 er hann skoraði 15 mörk í sjö leikjum; þar með var hann með þrennu í þremur leikjum.

* Skagamennirnir Þórður Guðjónsson var markakóngur 1993 – jafnaði markametið, 19 mörk, og 1994 var Mihajlo Bibercic kónurinn með 14 mörk. Hann varð fyrsti útlendingurinn til að verða kóngur.

Kóngur eins og afinn
Árið 1996 varð Ríkharður Daðason, KR, markakóngur; 14 mörk. Þá voru liðin 41 ár síðan afi hans, Ríkharður Jónsson, varð markakóngur.

*Tryggvi Guðmundsson, ÍBV, jafnaði markametið 1997, er hann skoraði 19 mörk.

*Andri Sigþórsson, KR, og Guðmundur Steinarsson, Keflavík, voru markakóngar 2000. Guðmundur lék þá eftir afrek pabba síns frá 1971. Hann bætti um betur 2008, er hann varð markakóngur með 16 mörk.

*Tveir Þróttarar voru markakóngar 2003 með 10 mörk; Sören Hermansen og Björgólfur Takefusa, sem varð síðan markakóngur með KR 2009; 16 mörk. Gunnar Heiðar Þorvaldssson, ÍBV, skoraði einnig 10 mörk 2003 og varð kóngur eins og aftur 2004, 12 mörk.

*Þrír leikmenn urðu markakóngar 2010 með 14 mörk: Alfreð Finnbogason, Breiðabliki, Atli Viðar Björnsson, FH og Gilles Mbang Ondo, Grindavík. Það voru einnig þrír markakóngar 2013 með 13 mörk: Atli Viðar, FH, Gary John Martin, KR og Viðar Örn Kjartansson, Fylki.

*Martin varð síðan aftur markakóngur 2014 og nú 2019.

*Patrick Pedersen, Val, var kóngur 2015 og 2018.

*Garðar Gunnlaugsson, ÍA, bróðir Arnars, varð markakóngur 2016 og Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason jafnaði markametið 2017; 19 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner