Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 26. september 2019 13:00
Sigmundur Ó. Steinarsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Verður „Prinsinn“ krýndur KÓNGUR?
Sigmundur Ó. Steinarsson
Sigmundur Ó. Steinarsson
Hilmar Árni Halldórsson er markahæstur í dag með þrettán mörk.
Hilmar Árni Halldórsson er markahæstur í dag með þrettán mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin gæti tekið gullskóinn ef hann skorar í Garðabæ.
Gary Martin gæti tekið gullskóinn ef hann skorar í Garðabæ.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Það verða nokkrir vaskir sveinar sem mæta til leiks í síðustu umferð Pepsídeildar karla, til að berjast um Markakóngsnafnbótina 2019. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um, að það er mikill hugur í þeim og spurningin er; Hvernig tekst þeim upp? Hver mætir í best pússuðu skónum, þannig að töframátturinn rjúki úr þeim við snertingu við knöttinn?

Það verða nokkrir vaskir sveinar sem mæta til leiks í síðustu umferð Pepsídeildar karla, til að berjast um Markakóngsnafnbótina 2019. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um, að það er mikill hugur í þeim og spurningin er; Hvernig tekst þeim upp? Hver mætir í best pússuðu skónum, þannig að töframátturinn rjúki úr þeim við snertingu við knöttinn?

Hér er um að ræða kappana:
Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 13
Gary John Martin, ÍBV 12
Thomas Mikkelsen, Breiðabliki 12
Steve Lennon, FH 11
Elvar Árni Aðalsteinsson, KA 10
Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 10

Allir þessir leikmenn leika á heimavelli nema Martin, sem leikur í Garðabæ.

Það verður gaman að fylgjast með lokabaráttunni. Óneitanlega er Hilmar Árni heitastur. Hann skoraði 2 mörk í síðasta leik; gegn Fylki og glímir við ÍBV-vörnina, sem hefur fengið flest mörk á sig í sumar, 49 í 21 leik, eða að meðaltali 2,33 mörk í leik. Líkurnar eru því óneitanlega miklar hjá Hilmari Árna, sem ætlar sér örugglega ekki að missa af markakóngsnafnbótinni eins og í fyrra, þegar Valsmaðurinn Patrick Pedersen skaust fram úr honum á lokasprettinum og varð Kóngurinn með 17 mörk, en Hilmar Árni prinsinn; með 16 mörk. Það er ekki hægt að útiloka að fjórir leikmenn verða markakóngar, eins og gerðist 1968!

* Thomas Mikkelsen á í höggi við sterka vörn KR, sem hefur aðeins fengið á sig 22 mörk, eða 1,05 mörk að meðaltali í leik.
* Gary John Martin ræðst að vörn Stjörnunnar, sem hefur fengið á sig 32 mörk, eða 1,52 mörk í leik.
* Steve Lennon þarf örugglega að hafa sig allan við í viðureign við vörnGrindavíkur, sem hefur fengið á sig næst fæst mörk 25, eða 1,19 mörk í leik.
* KA-mennirnir Elvar Árni og Hallgrímur Mar leika gegn Fylki, sem hafur fengið á sig næst flest mörk; 40, eða 1,90 mörk í leik.

Þess má geta að KA hefur aldrei átt Markakóng.

Það hefur ekki verið sungið; „Skagamenn, Skagamenn skoruðu mörkin!“ á Akranesi í ár, eð Skagamenn hafa oftast átt markakónga, eða 22 sinnum frá deildaskiptingunni 1955. KR-ingar og Valsmenn, sem koma næstir á blaði með 9 markakóngstitla, eru með menn í „markabrekkunni“ í ár, þannið að enginn söngur kemur frá þeim. Valsmenn eru ekki „léttir í lund“ þessa dagana.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner