Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 20. september 2019 16:15
Sigmundur Ó. Steinarsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
49 ár síðan mótherjar settu þrennur!
Sigmundur Ó. Steinarsson
Sigmundur Ó. Steinarsson
Morten Beck Andersen fagnar einu af mörkunum gegn Stjörnunni.
Morten Beck Andersen fagnar einu af mörkunum gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
ÞEGAR FH lagði ÍBV að velli í Kaplakrika í Pepsí-deildinni 18. september, 6:4, skoruðu mótherjar þrennu í sama leiknum í fjórða skipti í efstu deild á Íslandi, frá deildaskiptingunni 1955. Gary John Martin skoraði þrjú mörk fyrir ÍBV og Morten Beck Andersen þrjú mörk fyrir FH. Hann setti þrennu í öðrum leiknum í röð og lék eftir 22 ára gamalt afrek Andra Sigþórssonar, KR.

Andersen skoraði þrjú mörk gegn Stjörnunni 31. ágúst, 3:1, og lék það eftir 18 dögum síðar; gegn ÍBV. Andri skoraði 4 mörk gegn Skallagrími 6. ágúst 1997 og skoraði síðan þrjú mörk gegn Val 11 dögum síðar, 6:1.

Þess má geta til gamans að þrisvar sinnum áður höfðu mótherjar sett þrennur í sama leiknum og í tveimur viðureignunum urðu lokatölur, 6:4. Það voru liðin 49 ár frá því að mótherjar settu síðast þrennur.

* Þegar Eyjamenn lögðu Víkinga að velli í Reykjavík 1970, 6:4, skoraði Haraldur Júlíusson, "Gullskallinn!", fjögur mörk fyrir ÍBV, en Hafliði Pétursson skoraði þrjú mörk fyrir Víking.
* Þegar Keflavík vann Val 1965, 4:3, skoraði Einar Magnússon, tannlæknir, þrjú mörk fyrir Keflavík, en Hermann Gunnarsson þrjú mörk fyrir Val.
* Þegar ÍA vann Fram á Melavellinum 1958, 6:4, skoraði Þórður Þórðarson fjögur mörk fyrir ÍA, en Björgvin Árnason, Dalli í Þórscafé, þrjú mörk fyrir Fram.

Fimm sinnum hafa samherjar sett þrennur í leik; síðast Víkingarnir Helgi Sigurðsson og Atli Einarsson, í leik gegn ÍBV á Hallarflötinni í Laugardal 1992, 6:1.
Athugasemdir
banner
banner