Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. maí 2019 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Sandra María spáir í 1. umferð Pepsi Max kvenna
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það verður nýliðaslagur í Árbænum.
Það verður nýliðaslagur í Árbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Pepsi Max-deild kvenna hefst í dag þegar ÍBV og Breiðablik mætast á Hásteinsvelli klukkan 17:00. 1. umferðin heldur síðan áfram klukkan 19:15 en henni lýkur með stórleik Vals og Þór/KA á Origo-vellinum á morgun klukkan 18:00.

Sandra María Jessen fyrrum leikmaður Þór/KA og núverandi leikmaður Leverkusen í Þýskalandi spáir í 1. umferð deildarinnar.

ÍBV 1 - 4 Breiðablik (17:00 í dag)
Breiðablik heldur sinni sigursiglingu áfram og vinnur sannfærandi í Eyjum. Begga kemur sjóðheit heim frá Hollandi og setur tvö.

Stjarnan 1 - 0 Selfoss (19:15 í kvöld)
Eftir miklar hræringar í leikmannahóp Stjörnustúlkna eru þær búnar að hrista sig saman og munu næla sér í þrjú stig í fyrstu umferð. Þetta verður baráttuleikur og markið kemur seint í seinni hálfleik.

Fylkir 2 - 2 Keflavík (19:15 í kvöld)
Það verður gaman að sjá hvernig nýliðaslagurinn fer. Ég spái mikið af mörkum og mikilli spennu í leikmönnum. Keflavík kemst í 2-0 en Fylkisstelpur ná að jafna. Dramatískt.

HK/Víkingur 0 - 2 KR (19:15 í kvöld)
Koma Gummu til Vesturbæjar á eftir að reynast dýrmæt fyrir KR stúlkur í sumar. Hún byrjar seasonið á tveimur mörkum fyrir KR og þær taka þrjú stig á móti HK/Víking.

Valur 1 - 2 Þór/KA (18:00 á morgun)
Eftir gott gengi Vals á undirbúningstímabilinu munu norðankonur hirða öll þrjú stigin. Þær eru hundfúlar að hafa ekki komist alla leið í Lengjubikarnum og eru hungraðar í sigur. Nýjasti leikmaður Þór/KA mun setja sigurmark í seinni hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner