Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 13. nóvember 2011 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Off the Post 
Á Gary Neville ættir sínar að rekja til Liverpool?
Corden afhendir Neville Liverpool treyjuna.
Corden afhendir Neville Liverpool treyjuna.
Mynd: Off the Post
Það vissu allir að Gary Neville fyrrverandi leikmaður Manchester United ber engan hlýhug til erkiféndanna í Liverpool en getur verið að hann sé sjálfur ættaður þaðan?

Neville mætti í gamanþáttinn A League of their Own á Sky One í vikunni, eitthvað sem kannski voru mistök eftir allt saman.

Grínkallinn James Corden sem stýrir þættinum kom Neville á óvart þegar hann sagði honum að rannsóknaraðilar þáttarins hafi skoðað ættfræðina og komist að því að langa-langa afi hans og amma væru hafi verið fædd og uppalin í Liverpool.

Til að pirra Neville svo enn meira mætti Corden svo með Liverpool treyju sem var númeruð 2 og með nafni Neville á bakinu.
banner
banner