Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 11. ágúst 2014 10:00
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 19. sæti: Leicester
Lokastaða síðast: 1. sæti í Championship
Enski upphitun
Danny Drinkwater er hjartað á miðjunni.
Danny Drinkwater er hjartað á miðjunni.
Mynd: Getty Images
Stjórinn: Nigel Pearson.
Stjórinn: Nigel Pearson.
Mynd: Getty Images
Anthony Knockaert er hættulegur vængmaður.
Anthony Knockaert er hættulegur vængmaður.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Stöð 2 Sport 2 eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Sigurvegarar Championship-deildarinnar, Leicester, fara beint niður aftur ef spáin rætist.

Um liðið: Það tók tíu ár en Leicester er komið aftur meðal stóru strákanna. Liðið er uppfullt af ungum og upprennandi leikmönnum sem eru þyrstir í að sanna sig. Leicester er með vind í seglunum eftir frábært tímabil síðasta vetur en reynslan í leikmannahópnum er ekki mikil. Liðið lék 4-4-2 síðasta tímabil en ekki láta koma ykkur á óvart ef bætt verður við aukamanni á miðjuna núna.

Stjórinn: Nigel Pearson
Stýrði Leicester til sigurs í C-deildinni og svo í umspil Championship-deildarinnar á sínum tíma. Tók svo aftur við liðinu 2011 til að koma liðinu úr vandræðum eftir Sven-Göran Eriksson. Það er ekki til betri stjóri fyrir liðið og skrifaði hann undir nýjan þriggja ára samning í júní.

Styrkleikar: Með Anthony Knockaert og Riyad Mahrez er Leicester með vængmenn sem geta reynst hættulegir í skyndisóknum. Sá síðarnefndi lék með Alsír á HM. Í fremstu víglínu ógnar Jamie Vardy með hraða sínum en Leicester hikar ekki við að sækja beint í gegnum hjartað.

Veikleikar: Föst leikatriði. Helmingur þeirra marka sem liðið fékk á sig síðasta tímabil komu í gegnum föst leikatriði. Á hinum enda vallarins gekk liðinu mjög erfiðlega að ógna úr föstum leikatriðum (fyrir utan víti) og aðeins Barnsley skoraði færri úr þeim leikþætti.

Talan: 14
Fjöldi af vítaspyrnum sem Leicester fékk síðasta tímabili. Ekkert annað lið í efstu fjórum deildunum fékk eins margar.

Lærdómur frá síðustu leiktíð: Halda leikmönnum áfram í toppformi. Liðið var mun betra eftir hlé í leikjum sinum og lítið var um meiðsli í leikmannahópnum.

Verður að gera betur: Leicester hefur verið að laga veiku hlekkina í liðinu en sóknarmaðurinn Chris Wood hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann kom frá West Brom í fyrra.

Lykilmaður: Danny Drinkwater
Skemmtilegt nafn. Drinkwater er 24 ára og var hjartað á miðju Leicester síðasta tímabil sem gerði það að verkum að hann var valinn leikmaður ársins hjá félaginu. Átti fleiri sendingar að meðaltali í leik en nokkur annar í deildinni.

Komnir:
Marc Albrighton frá Aston Villa
Jack Barmby frá Manchester United
Ben Hamer frá Charlton
Leonardo Ulloa frá Brighton
Matthew Upson frá Brighton

Farnir:
Neil Danns til Bolton Wanderers
Lloyd Dyer til Watford
Sean St Ledger
Kevin Phillips hættur
Martyn Waghorn til Wigan Athletic
Zak Whitbread til Derby County

Þrír fyrstu leikir: Everton (h), Chelsea (ú) og Arsenal (h)

Þeir sem spáðu: Arnar Daði Arnarsson, Aron Elvar Finnsson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Gunnar Karl Haraldsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Kristján Blær, Magnús Valur Böðvarsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson, Þórir Karlsson.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11 ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. ?
18. ?
19. Leicester 36 stig
20. Burnley 12 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner