Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 22. apríl 2015 12:00
Elvar Geir Magnússon
Spá Fótbolta.net - 6. sæti: Fylkir
Andrés Már Jóhannesson er lykilmaður.
Andrés Már Jóhannesson er lykilmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Varnarmaðurinn Ásgeir Eyþórsson.
Varnarmaðurinn Ásgeir Eyþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar Ingason á að skora mörkin.
Albert Brynjar Ingason á að skora mörkin.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ingimundur Níels er kominn aftur í Árbæinn.
Ingimundur Níels er kominn aftur í Árbæinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árbæingar enda í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar ef spá Fótbolta.net rætist. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Fylkismenn hlutu 56 stig í spánni sem skilar þeim sjötta sætinu.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Fylkir 56 stig
7. Víkingur 48 stig
8. Keflavík 34 stig
9. Fjölnir 28 stig
10. ÍBV 27 stig
11 ÍA 21 stig
12. Leiknir 14 stig

Um liðið: Fylkismenn eru komnir með það orðspor á sig að vera lengi í gang á Íslandsmótinu. Í Árbænum vona menn að það heyri sögunni til en leikmannahópurinn var að mestu tilbúinn snemma í vetur. Liðið hrökk í gang í fyrra og var á endanum skuggalega nálægt því að tryggja sér Evrópusæti. Ásmundur Arnarsson heldur áfram um stjórnartaumana en hann er kominn með nýjan aðstoðarmann, það er varnarjaxlinn Reynir Leósson sem hefur verið í Pepsi-mörkunum síðustu ár.



Hvað segir Jörundur? Jörundur Áki Sveinsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deildinni 2015. Jörundur lét af störfum sem þjálfari hjá BÍ/Bolungarvík í fyrra en þar áður var hann aðstoðarþjálfari FH. Í dag þjálfar hann meistaraflokk kvenna hjá Fylki.

Styrkleikar: Styrkur liðsins felst aðallega í þeirri góðu stemningu sem svífur yfir Árbænum. Það er flott umgjörð í kringum félagið og vonandi ná drengirnir að sýna sínar bestu hliðar svo hinir dyggu stuðningsmenn liðsins verði ekki fyrir vonbrigðum. Ég tel að að aðall liðsins verði sóknarleikurinn. Þeir mega þó ekki við því að menn eins og Albert Ingason og Ingimundur Níels og Andrés Már verði fyrir einhverjum skakkaföllum. Ásgeir Börkur og Jói Kalli gætu myndað gríðarlega sterka miðju og verður gaman að fylgjast með þessum baráttuhundum draga vagninn áfram.

Veikleikar: Varnarleikurinn var vandamál hjá þeim oft á tíðum í fyrra. Sýnist reyndar á því sem ég hef séð til liðsins í vor að hann sé að verða stöðugri. Fengu liðsstyrk frá Króatíu, miðvörð, en Ási hefur talað um það að það hafi vantað breidd í öftustu línu, nú ætti hann að vera kominn með meiri breidd í allar stöður, miðað við undanfarin ár. Það er talsverð pressa í Árbænum. Fengnir hafa verið sterkir leikmenn. Nú er stóra spurningin hvort að þjálfarar, leikmenn, stjórnarmenn og stuðningsmenn sætti sig við vera í 6.sæti??... held ekki...

Lykilmenn: Albert Ingason, óstöðvandi þegar hann dettur í stuð. Ásgeir Börkur, mikill kraftur sem fylgir honum. Andrés Már, frábær leikmaður og vonandi fyrir Fylki og hann sjálfan, nær hann að halda sér heilum út mótið.

Gaman að fylgjast með: Verður gaman að sjá hvernig liðið höndlar þá pressu sem komin er með tilkomu nýrra öflugra leikmanna. Evrópusæti hlýtur að vera markmiðið. Verður gaman að sjá hvort að hinn ungi Kolbeinn Birgir Finnsson fái mínútur, mikið efni þar á ferð.



Stuðningsmaðurinn segir - Viktor Lekve
„Ég hef mun betri tilfinningu fyrir þessu tímabili heldur en ég hef haft undanfarin ár. Leikmannahópurinn liggur fyrir mun fyrr en Árbæingar hafa vanist og hefur styrkst mikið. Menn hafa því loks tækifæri til að spila sig saman á undirbúningstímabili en ekki á miðju móti."

„6. sæti er kannski raunhæf spá en ég tel okkur geta gert miklu betur. Með marga heimamenn og Fylkishjartað að aðalvopni tel ég okkur auðveldlega geta barist um Evrópusæti. Það er mikilvægt að byrja mótið af krafti enda eru fyrstu umferðirnar á móti liðum sem er spáð sætum í kringum okkur."

Völlurinn: Fylkisvöllur. Lautin er búin að taka stakkaskiptum með nýrri og glæsilegri stúku. Stúkan er með 1.892 sæti.

Komnir:
Ásgeir Börkur Ásgeirsson frá GAIS
Ingimundur Níels Óskarsson frá FH
Jóhannes Karl Guðjónsson frá Fram
Reynir Haraldsson frá ÍR
Tonci Radovinkovic frá Króatíu

Farnir:
Björn Hákon Sveinsson í Völsung
Finnur Ólafsson í Víking
Gunnar Örn Jónsson hættur
Kristján Valdimarsson hættur
Viktor Örn Guðmundsson í Fjarðabyggð
Agnar Bragi Magnússon hættur

Leikmenn Fylkis sumarið 2015:
14 Albert Brynjar Ingason
23 Andri Þór Jónsson
10 Andrés Már Jóhannesson
3 Ásgeri Börkur Ásgeirsson
5 Ásgeir Eyþórsson
17 Ásgeir Örn Arnþórsson
1 Bjarni Þórður Halldórsson
21 Daði Ólafsson
22 Davíð Einarsson
24 Elís Rafn Björnsson
15 Hákon Ingi Jónsson
25 Hinrik Atli Smárason
7 Ingimundur Níels Óskarsson
8 Jóhannses Karl Guðjónsson
11 Kjartan Ágúst Breiðdal
2 Kristján Hauksson
6 Oddur Ingi Guðmundsson
27 Orri Sveinn Stefánsson
12 Ólafur Íshólm Ólafsson
9 Ragnar Bragi Sveinsson
19 Reynir Haraldsson
28 Sigurvin Reynisson
20 Stefán Ragnar Guðlaugsson
4 Tonci Radovnikovic
16 Tómas J. Þorsteinsson
26 Ari Leifsson
29 Axel Andri Antonsson
13 Kolbeinn Birgir Finnson

Leikir Fylkis 2015:
3. maí Fylkir – Breiðablik
11. maí Fjölnir – Fylkir
17. maí Fylkir – ÍBV
20. maí Fylkir – KR
25. maí Keflavík – Fylkir
31. maí Fylkir – Valur
7. júní ÍA – Fylkir
15. júní Fylkir – Stjarnan
22. júní Leiknir – Fylkir
26. júní Fylkir – Víkingur R.
12. júlí FH – Fylkir
20. júlí Breiðablik – Fylkir
26. júlí Fylkir – Fjölnir
5. ágúst ÍBV – Fylkir
10. ágúst KR – Fylkir
17. ágúst Fylkir – Keflavík
24. ágúst Valur – Fylkir
30. ágúst Fylkir – ÍA
14. sept Stjarnan – Fylkir
20. sept Fylkir – Leiknir
26. sept Víkingur R. – Fylkir
3. okt Fylkir – FH

Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Elvar Geir Magnússon, Gunnar Birgisson, Hafliði Breiðfjörð, Arnar Geir Halldórsson og Jóhann Ingi Hafþórsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner