Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 18. september 2015 17:00
Magnús Már Einarsson
Margrét Lára spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Margrét Lára Viðarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester United mun vinna Southampton á útivelli samkvæmt spá Margrétar.
Manchester United mun vinna Southampton á útivelli samkvæmt spá Margrétar.
Mynd: Getty Images
Birkir Már Sævarsson landaði fjórum réttum þegar hann spáði í leiki helgarinnar á Englandi fyrir viku.

Margrét Lára Viðarsdóttir sér um að spá að þessu sinni. Margrét mun spila sinn 100. landsleik þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM næstkomandi þriðjudagskvöld.

Chelsea 2 - 1 Arsenal (11:45 á morgun)
Chelsea koma sterkir til baka eftir nokkuð erfitt gengi að undanförnu. Komast í 2-0 og leggja rútunni.

Aston Villa 2 - 2 West Brom (14:00 á morgun)
Bæði lið sækja til sigurs á kostnað varnarleiksins. Jafntefli sanngjarnt.

Bournemouth 1 - 1 Sunderland (14:00 á morgun)
Búumst við jöfnum leik þar sem bæði lið hræðast tap.

Newcastle 2 - 0 Watford (14:00 á morgun)
Newcastle þarf og vill sigur. Sannfærandi 2-0 hjá þeim.

Stoke 2 - 1 Leicester (14:00 á morgun)
Aldrei vanmeta góðan varnarleik á kostnað sóknarleiks. Það mun skil Stoke þremur stigum um helgina

Swansea 2 - 2 Everton (14:00 á morgun)
Áþekk lið í svipaðri stöðu. Gylfi setur eitt, jafnar á 90. mínútu.

Manchester City 2 - 0 West Ham (16:30 á morgun)
Öruggt hjá City sem ætla sér alla leið í vetur.

Tottenham 1 - 0 Crystal Palace (12.30 á sunnudag)
Tottenham vinnur mikilvægan sigur. Þeir þurfa vinna svona leiki til að ná Evrópusæti á næsta ári.

Liverpool 2 - 0 Norwich (15:00 á sunnudag)
Liverpool vinnur mjög mikilvægan sigur og heldur Rodgers á Anfield allavega næstu vikurnar.

Southampton 1 - 3 Manchester United (15:00 á sunnudag)
Mínir menn og tilvonandi meistarar vinna góðan útisigur með þýska stálið Sebastian í broddi fylkingar.

Fyrri spámenn:
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner