Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 11. september 2015 13:00
Magnús Már Einarsson
Birkir Már spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Coutinho skorar tvö gegn Manchester United samkvæmt spánni.
Coutinho skorar tvö gegn Manchester United samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, var með þrjá rétta þegar hann spáði í leikina í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni.

Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður landsliðsins, fær að spreyta sig að þessu sinni.



Everton 1 - 3 Chelsea (11:45 á morgun)
Chelsea eru ekkert búnir að vera alltof sannfærandi í byrjun leiktíðar á meðan Everton hafa verið frekar solid. En ég held að þeir rífi sig í gang og vinni nokkuð þægilegan útisigur. Hazard með tvö og Falcao kemur inn og setur mark. Lukaku skorar fyrir Everton.

Arsenal 2 - 0 Stoke (14:00 á morgun)
Stoke koma á Emirates með þéttan varnarpakka og vilja ná í eitt stig. Arsenal sækir og sækir og brjóta ísinn seint í leiknum með marki frá Cazorla. Walcott setur síðan eitt í uppbótartíma eftir skyndisókn.

Crystal Palace 2 - 4 Man City (14:00 á morgun)
Þetta verður skemmtilegasti leikur umferðarinnar. Blússandi sóknarleikur og fullt af mörkum. Cabaye skorar bæði fyrir CP en fyrir City verður Aguero með þrennu og Kolarov eitt beint úr aukaspyrnu.

Norwich 1 - 1 Bournemouth (14:00 á morgun)
Eftir góða byrjun Bournemouth þá á lítið eftir að ganga upp á móti Norwich. Þeir ná þó að bjarga jafntefli eftir að hafa verið lakari aðilinn í leiknum.

Watford 1 - 2 Swansea (14:00 á morgun)
Swansea eru búnir að spila frábærlega í byrjun tímabils og eiga ekki eftir að vera í miklum vandræðum með Watford þrátt fyrir að lokastaðan bendi til jafnari leiks. Swansea kemst í 2-0 með mörkum frá Gomis og Montero en svo verða þeir kærulausir og fá á sig mark seint.

WBA 1 - 0 Southampton (14:00 á morgun)
Lambert skorar sigurmarkið í leiðinlegum leik.

Manchester United 2 - 2 Liverpool (16:30 á morgun)
Stórleikur umferðarinnar og hann á svo sannarlega eftir að standa undir nafni. 4 mörk og tvö rauð spjöld. Rooney og Shaw skora fyrir United en Coutinho bæði fyrir Liverpool.

Sunderland 1 - 3 Tottenham (12:30 á sunnudag)
Tottenham siglir þessum í land nokkuð auðveldlega. Kane skorar tvö mörk og Chadli eitt.

Leicester 0 - 0 Aston Villa (15:00 á sunnudag)
Þetta verður skemmtilegur leikur með fullt af færum en markverðirnir eiga stórleik og niðurstaðan verður markalaust jafntefli.

West Ham 1 - 1 Newcastle (19:00 á mánudag)
Mark Noble setur mark með langskoti og Anita jafnar metin fyrir Newcastle rétt fyrir hálfleik. Lítið gerist svo í seinni og liðin deila með sér stigunum.

Fyrri spámenn:
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner