Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
   mið 23. mars 2016 16:30
Magnús Már Einarsson
Jói Berg: Erum í bölvuðu rugli
Borgun
Jóhann ásamt fleiri leikmönnum á landsliðsæfingu í Herning í morgun.
Jóhann ásamt fleiri leikmönnum á landsliðsæfingu í Herning í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að vera bölvað vesen innan sem utan vallar. Það hefur verið mikið af mótmælum og úrslitin hafa ekki verið góð. Við erum í bölvuðu rugli," sagði Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður og leikmaður Charlton, við Fótbolta.net í dag.

Charlton er sex stigum frá öruggu sæti í Championship deildinni en stuðningsmenn félagsins eru mjög óánægðir með eigandann Roland Dutchatelet. Á dögunum þurfti að stöðva leik Chalton og Middlesbrough vegna mótmæla hjá áhorfendum.

„Það var pirrandi. Við viljum spila fótbolta og þetta truflar okkur. Það er ekki gaman þegar það þarf að stoppa leikinn en við unnum, svo það er ekki hægt að kvarta yfir því."

Jóhann hefur sjálfur lagt upp tíu mörk og verið einn besti leikmaður Charlton í vetur. „Ég er nokkuð sáttur. Ég held að ég sé með flestar stoðsendingar í deildinni svo ég er að gera eitthvað rétt. Ég væri til í að vera búinn að skora meira en svona er þetta bara."

Jóhann verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Danmörku í vináttuleik í Herning annað kvöld klukkan 19:00.

„Er ekki kominn tími á að við vinnum þá í A-landsleik? Ég held að við höfum aldrei unnið þá svo það er kominn tími á að klára þá," sagði Jóhann Berg ákveðinn um þann leik.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Sjá einnig:
Jóhann Berg líklega á förum frá Charlton
Athugasemdir
banner
banner
banner