Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
banner
   lau 01. október 2016 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Jón Gísli Ström. Ég lofa að skora 15+ mörk
Jón Gísli með viðurkenningu sína í gær.
Jón Gísli með viðurkenningu sína í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það gekk allt upp í sumar hjá okkur. Við unnum í okkar markmiðum og gerðum allt sem við gátum. Það gekk upp núna," sagði Jón Gísli Ström markahæsti leikmaður 2. deildar karla við Fótbolta.net í gærkvöldi.

Jón Gísli var útnefndur leikmaður ársins í deildinni á lokahófi Fótbolta.net í gærkvöldi en það eru þjálfarar og fyrirliðar í deildinni sem velja.

„Við höfum verið svolítið að klúðra þessu undanfarin ár en núna erum við komnir með stóran og þéttan hóp og allir búnir að læra og fá fleiri leiki. Það eru allir reyndar, þjálfarar og við. Við erum tilbúnir að gera eitthvað í Inkasso," sagði hann.

ÍR vann deildina með 54 stig á meðan Grótta sem kom í 2. sætinu fékk 43 svo liðið hafði nokkra yfirburði.

„Ég myndi segja það. Við pökkuðum þessu saman," sagði Jón Gísli. „Þetta er félagið sem ég hef alist upp í og mér líður vel þar. Ég vildi bara komast upp úr þessari deild, við erum þannig klúbbur að við eigum heima ofar."

Hann skoraði 22 mörk í 21 leik og segist ætla að skora sín mál og sjá til um framhaldið. Hann er þó með markmið í markaskorun með ÍR næsta sumar.

„Ég skora 15+, ég lofa því," sagði hann og lofaði að ÍR geri góða hluti næsta sumar."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner