Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 17. mars 2017 14:35
Magnús Már Einarsson
Ölvun Viðars hafði mögulega áhrif á liðsvalið í Króatíu
Icelandair
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson segir að það hafi mögulega spilað inn í liðsvalið fyrir leikinn gegn Króatíu í nóvember að Viðar Örn Kjartansson mætti ölvaður í flugi frá Ísrael til Ítalíu í æfingabúðir Íslands fyrir leikinn.

Jón Daði Böðvarsson byrjaði frammi gegn Króötum og Gylfi Þór Sigurðsson fór af sinni stöðu í miðjunni og spilaði einnig frammi. Viðar Örn fékk ekki tækifæri í byrjunarliðinu en hann kom inn á sem varamaður í leiknum.

„Ég veit það ekki. Kannski setti þetta einhverjar hugmyndir í hausinn á okkur," sagði Heimir við Fótbolta.net aðspurður hvort málið hafi spilað inn í þá ákvörðun að hafa Viðar á bekknum gegn Króatíu.

Heimir telur að Viðar hafi ekki verið ölvaður þegar landsliðið kom saman daginn á Ítalíu, daginn eftir að Viðar flaug þangað.

„Við vorum ekki með áfengismæli en það leit ekki út fyrir það allavega," sagði Heimir.

„Ég tel þetta ekki sem vandræði. Þetta voru ein mistök. Við gerum allir mistök í lífinu og svo leiðréttum við þau."

„Það er á gráu svæði hvort þetta sé agavandamál eða ekki. Við tækluðum það og gengum frá því máli úti. Það urðu engir eftirmálar af því. Við göngum inn í nýtt verkefni með bros á vör."

Viðar er á sínum stað landsliðshópnum gegn Kosóvó í næstu viku en hann hefur skorað mikið eftir áramót og er markahæsti leikmaðurinn í ísraelsku deildinni.

Sjá einnig:
Heimir ræddi við Viðar um áfengisneyslu
Heimir: Sigur býr til frábæran leik í júní
Athugasemdir
banner
banner