Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 11. september 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Helsta afrekið síðan í nýsköpunarkeppni
Dagur Ingi Valsson (Leiknir F.)
Dagur Ingi Valsson.
Dagur Ingi Valsson.
Mynd: Jóhanna Kristín Hauksdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Ingi Valsson er leikmaður 20. umferðar í Inkasso-deildinni. Hinn 18 ára gamli Dagur fór á kostum og skoraði þrennu þegar Leiknir Fáskrúðsfirði sigraði Hauka 6-0 á laugardaginn.

„Þetta er klárlega mitt helsta afrek síðan ég lenti í þriðja sæti í nýsköpunarkeppni grunnskólanna, 2014," sagði Dagur léttur í bragði við Fótbolta.net í dag.

Fáskrúðsfirðingar voru í botnsætinu fyrir umferðina á meðan Haukar áttu ennþá tölfræðilega möguleika á að fara upp. Þessi stóri sigur kom því á óvart.

„Eftir annað markið gekk allt upp hjá okkur og við vorum að fá mikið af færum og nýttum þau."

Dagur segir að Fáskrúðsfirðingar hafi ekki gert neitt öðruvísi í undirbúningi sínum fyrir þennan leik. „Nei eiginlega ekki fyrir utan gott pepp myndband sem hann Viðar (Jónsson, þjálfari) sýndi okkur fyrir leik."

Í fyrra bjargaði Leiknir sér á ævintýralegan hátt frá falli á markatölu eftir 7-2 sigur á HK í lokaleik. Leiknismenn unnu þá síðustu tvo leiki sumarsins og björguðu sér.

Þegar tvær umferðir eru eftir í Inkasso-deildinni eru Leiknismenn sex stigum frá öruggu sæti. ÍR er sex stigum á undan og á einnig þrettán mörk í betri markatölu. Leiknir getur hins vegar haldið spennunni fram í lokaumferð með sigri á ÍR á laugardaginn.

„Það verður brjálaður leikur," sagði Dagur. „Miðað það sem gerðist fyrra er þetta ekki búið fyrr en eftir seinasta leik."

Sjá einnig:
Bestur í 19. umferð - Dagur Ingi Valsson (Leiknir F.)
Bestur í 18. umferð - Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Bestur í 17. umferð - Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)
Bestur í 16. umferð - Marc McAusland (Keflavík)
Bestur í 15. umferð - Arnar Freyr Ólafsson (HK)
Bestur í 14. umferð - Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Bestur í 13. umferð - Orri Sigurjónsson (Þór)
Bestur í 12. umferð - Pétur Steinn Þorsteinsson (Grótta)
Bestur í 11. umferð - Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Bestur í 10. umferð - Bjarni Gunnarsson (HK
Bestur í 9. umferð - Björgvin Stefánsson (Haukar)
Bestur í 8. umferð - Kristinn Justiniano Snjólfsson (Leiknir F.)
Bestur í 7. umferð - Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð - Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 5. umferð - Arnar Darri Pétursson (Þróttur)
Bestur í 4. umferð - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Bestur í 3. umferð - Víðir Þorvarðarson (Þróttur)
Bestur í 2. umferð - Andy Pew (Selfoss)
Bestur í 1. umferð - Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner