Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   sun 08. október 2017 13:22
Elvar Geir Magnússon
Heimir skorar á nýja ríkisstjórn að byggja alvöru þjóðarleikvang
Icelandair
Heimir og Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net.
Heimir og Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Víkingaklappið á Laugardalsvelli.
Víkingaklappið á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikilvægt að við eigum alvöru þjóðarleikvang fyrir jafn stórt sameiningartákn og þessir strákar eru," segir landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson.

Hann segir synd að ekki fleiri komist á leikinn gegn Kosóvó á morgun en þar getur Ísland tryggt sér sæti í lokakeppni HM.

Það eru tæpar þrjár vikur í kosningar.

„Vonandi mun sú ríkisstjórn sem tekur við horfa í það að byggja stærri völl því þetta lið er ekkert að fara að gefa eftir næstu árin. Við fókuserum á þennan leik og tölum svo síðar um framhaldið."

Framtíð Laugardalsvallar hefur verið mikið í umræðunni. Völlurinn er klárlega orðinn barn síns tíma varðandi ýmsan aðbúnað og þá tekur hann aðeins um 10 þúsund manns í sæti.

Ljóst er að hægt hefði verið að margalda þann áhorfendafjölda í leiknum á morgun en á öllum samskiptamiðlum og víðar er fólk að reyna að komast yfir miða á leikinn.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málefni Laugardalsvallar í viðtali í síðasta mánuði. Guðni hafði áður sagt að hann vonaðist til að hægt yrði að kynna hugmyndir um nýjan Laugardalsvöll í ágúst. Svo varð þó ekki.

„Ég er svo bjartsýnn. Við þurfum að gefa þessum aðilum sem eru að skoða málið ákveðið svigrúm. Fyrir vikið tafðist þetta umfram það sem maður var að vonast til en maður þarf að sýna skilning á því. Við erum að tala um einhverjar vikur. Hvort það verði ein eða tíu vikur veit ég ekki en ég held að það verði ekki langt í þetta verði kynnt almennilega hvað við erum að hugsa í þessum efnum," sagði Guðni viðtalinu.

Fótbolti.net er með alla anga úti í umfjöllun um leikinn gegn Kosóvó og hægt er að fylgjast með bak við tjöldin á samskiptamiðlum okkar, þar á meðal Fotboltinet á Snapchat.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu hérna

Staðan? Skoðaðu möguleikana í riðli Íslands

Smelltu hér til að sjá líkegt byrjunarlið

Með því að smella hér má hlusta á ítarlega upphitun fyrir leikinn úr útvarpsþættinum



Athugasemdir
banner
banner
banner