Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 30. júlí 2018 22:09
Elvar Geir Magnússon
UEFA dæmir Óla Jó í tveggja leikja bann eftir merkjagjöfina
Ólafur verður í banni á fimmtudaginn.
Ólafur verður í banni á fimmtudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann í Evrópuleikjum. Þetta hefur Fótbolti.net fengið staðfest.

Ólafur fær bannið frá UEFA fyrir framkomu sína í lok seinni leiksins gegn Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar. Hann sýndi peningamerki upp í stúku.

Valur tapaði einvíginu eftir rangan vítaspyrnudóm í uppbótartíma en frammistaða búlgarska dómarans Stefan Apostolov var í meira lagi vafasöm. Hann fékk mikla gagnrýni frá íslenskum og norskum fjölmiðlum eftir leikinn.

Ólafur verður því ekki á hliðarlínunni á fimmtudag þegar Valur leikur seinni leik sinn gegn Santa Coloma frá Andorra í forkeppni Evrópudeildarinnar. Valur tapaði fyrri leiknum óvænt 1-0 í Andorra.

Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Ólafs, stýrir Valsliðinu frá hliðarlínunni á fimmtudag.

Þá verður Ólafur einnig í banni í fyrri leiknum í næsta einvígi ef Valur kemst áfram.


Athugasemdir
banner
banner