Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   fim 26. júlí 2018 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Valur tapaði óvænt í Andorra
Þetta er ekki búið hjá Valsmönnum.
Þetta er ekki búið hjá Valsmönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Santa Coloma 1 - 0 Valur
1-0 Marc Rebes ('72 )

Valur þurfti að sætta sig við óvænt tap þegar liðið mætti Santa Coloma frá Andorra í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Þetta var fyrri leikur liðanna og var hann í Andorra.

Það gerðist fátt markvert í fyrri hálfleiknum og var staðan markalaus að honum loknum.

Leikurinn var ekki mjög opinn en en það voru heimamenn sem komust yfir á 72. mínútu þegar Marc Rebes skoraði eftir eina af fjölmörgum hornspyrnum Santa Coloma í leiknum.

Íslandsmeistarar Vals, sem féllu úr Meistaradeildinni gegn Rosenborg í síðustu viku, töpuðu þessum leik og verða að gera betur eftir viku þegar leikið verður á Origo-vellinum á Hlíðarenda.

Sjá einnig:
Evrópudeildin: FH gerði jafntefli í Ísrael - Eddi Gomes með útivallarmark

Nú er í gangi leikur Stjörnunnar og FC Kaupmannahafnar á Samsung-vellinum í Garðabæ. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner