Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
   mið 19. september 2018 20:27
Egill Sigfússon
Rúnar Páll: Óli Jó segir 3 stig í hús gegn Keflavík
Rúnar Páll þjálfari Stjörnunnar
Rúnar Páll þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tók á móti KA á Samsung-vellinum í kvöld í 20. umferð Pepsí-deildar karla og gerðu 1-1 jafntefli. Rúnar Páll þjálfari Stjörnunnar sagði að liðið hefði verið nálægt því að klára leikinn en að KA hefðu verið öflugir og þeir átt í basli með þá.

„Við fengum góð færi til að skora fleiri mörk, sérstaklega hérna í lokin en það er stutt á milli í þessum bransa. Hefðum við skorað úr þeim færum værum við í mikið betri málum en við vorum bara að spila við hörkulið, KA menn voru öflugir og við vorum í basli með þá"

Titilvonir Stjörnunnar eru nánast úti eftir þennan leik en Rúnar segir að liðið verði bara að vona það allra besta, þá segir hann að Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals lýti á lokaleik sinn gegn Keflavík sem klár 3 stig.

„Tölfræðilega er það hægt en það er mjög erfitt, Valur þarf að misstíga sitt allsvakalega til þess. Óli Jó sagði við mig að hann ætti bara einn leik eftir ekki tvo, fyrir honum er Keflavíkurleikurinn bara klárt mál en það er bara þannig. Við þurfum að klára okkar leiki til að eiga séns á þessu."

Aðspurður hvort þreyta hefði verið í mönnum eftir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn sagði Rúnar að það hefði ekki verið vandamálið í dag enda var kraftur í liðinu.

„Nei það var ekki vandamálið, það voru einhverjir þreyttir í seinni hálfleik en þá gerðum við bara skiptingar og komu hrikalega frískir menn inn. Við herjuðum á þá í lokin og það voru engin þreytumerki að sjá."
Athugasemdir
banner
banner
banner