Bakvörðurinn Adam Örn Arnarson er á förum frá norska félaginu Álasund en þetta kemur fram á heimasíðu þess í dag.
Álasund tapaði samanlagt 2-1 gegn Stabæk í umspili um sæti í úrvalsdeildinni að ári.
Álasund tapaði samanlagt 2-1 gegn Stabæk í umspili um sæti í úrvalsdeildinni að ári.
„Ég og Lars (Bohinen, þjálfari Álasund) ræddum saman fyrr á tímabilinu og komumst að samkomulagi um að ég myndi fara ef við myndum ekki fara upp í úrvalsdeild. Þetta er eitthvað sem ég tel að sé best fyrir báða aðila," sagði Adam.
Adam er 23 ára gamall en hann ólst upp hjá Breiðabliki.
Adam fór til Nec Nijmegen í Hollandi árið 2013 og þaðan til Nordsjælland í Danmörku. Árið 2016 samdi hann síðan við Álasund en liðið féll úr norsku úrvalsdeildinni í fyrra.
Þrír aðrir Íslendingar eru á mála hjá Álasund en það eru Aron Elís Þrándarson, Daníel Leó Grétarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson.
Athugasemdir