Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 07. júní 2019 08:43
Elvar Geir Magnússon
Chelsea áfrýjar til íþróttadómstólsins
Chelsea vann Evrópudeildina á liðnu tímabili.
Chelsea vann Evrópudeildina á liðnu tímabili.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur ákveðið að áfrýja kaupbanni félagsins til æðsta stigs, íþróttadómstólsins í Sviss (CAS).

Chelsea má ekki kaupa leikmenn næstu tvo glugga eftir að hafa verið dæmt fyrir brot á reglum um samninga við leikmenn undir átján ára aldri.

Talsmaður íþróttadómstólsins segir ómögulegt að segja til um hvenær niðurstöðu sé að vænta í málinu,

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, hefur sagt að ekki verði auðvelt fyrir Chelsea að veita Manchester City og Liverpool samkeppni á næsta tímabili ef ekki verður hægt að styrkja liðið.

Bannið hefur engin áhrif á samning Chelsea við Christian Pulisic því gengið var frá kaupunum á honum frá Borussia Dortmund áður en enska félagið var dæmt í bann.
Athugasemdir
banner