KR-ingar styrktu stöðu sína á toppi Pepsi Max-deildarinnar í 14. umferð deildarinnar á meðan staðan á botninum varð enn meira spennandi eftir leiki umferðarinnar.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R. er þjálfari umferðarinnar eftir 3-2 sigur á Breiðabliki í gærkvöldi þar sem Víkingar komust þrívegis yfir í leiknum.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R. er þjálfari umferðarinnar eftir 3-2 sigur á Breiðabliki í gærkvöldi þar sem Víkingar komust þrívegis yfir í leiknum.

Í markinu er Haraldur Björnsson sem stóð vaktina vel í marki Stjörnunnar í 1-1 jafntefli gegn HK í Kórnum í gærkvöldi. Hjá HK var Bjarni Gunnarsson besti leikmaður liðsins.
KA hélt hreinu í 1-0 sigri liðsins gegn FH á Akureyri og þeir eiga tvo fulltrúa í vörninni þá, Brynjar Inga Bjarnason og Ívar Örn Árnason. Með þeim í miðverðinum er einnig Marc Mcausland sem var öflugur í vörn Grindavíkur í 2-1 sigri liðsins gegn ÍBV.
Þrátt fyrir tap gegn Val þá átti Hallur Flosason góðan leik í vörn ÍA en besti leikmaður Vals í leiknum var miðjumaðurinn, Kristinn Freyr Sigurðsson.
KR-ingar fóru illa með Fylki í Árbænum og unnu þar 4-1 sigur. Vesturbæjarliðið sem trónir á toppi deildarinnar á þrjá fulltrúa í liði umferðarinnar. Þá Kristin Jónsson, Óskar Örn Hauksson og Tobias Thomsen. Að lokum var Guðmundur Andri Tryggvason frábær í 3-2 sigri Víkings gegn Breiðabliki en Guðmundur Andri skoraði tvívegis í leiknum.
Sjá einnig:
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir