Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 09. júlí 2019 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 12. umferðar - Baráttan unnin á miðjunni
Ásgeir Börkur var öflugur á miðjunni gegn Blikum.
Ásgeir Börkur var öflugur á miðjunni gegn Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Pedersen er mættur aftur.
Patrick Pedersen er mættur aftur.
Mynd: Hulda Margrét
Josip Zeba.
Josip Zeba.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er stillt upp í 3-4-3 með þetta miðju í úrvalsliði umferðarinnar. Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Arnþór Ingi Kristinsson sjá um að baráttan verði unnin á miðsvæðinu.

HK vann Breiðablik í nágrannaslag á Kópavogsvelli. Brynjar Björn Gunnarsson er þjálfari umferðarinnar og komast fjórir lærisveinar hans í úrvalslið umferðarinnar. Ásgeir Börkur er auðvitað einn þeirra.

Arnar Freyr Ólafsson átti stórleik í markinu og varði meðal annars frábærlega frá Thomas Mikkelsen. Leifur Andri Leifsson, fyrirliði liðsins, var frábær í vörninni og skoraði Atli Arnarson bæði mörk liðsins.

Ásamt Leifi í vörninni eru Josip Zeba úr Grindavík og Guðmundur Kristjánsson úr FH. Zeba var maður leiksins í markalausu jafntefli Grindavíkur gegn Stjörnunni og Gummi Kristjáns maður leiksins er FH vann 1-0 sigur á Víkingi.

Patrick Pedersen sneri aftur í íslenska boltann og skoraði eitt og lagði upp tvö í 3-1 sigri Vals á KA. Liðsfélagi hans Andri Adolphsson var einnig öflugur í leiknum.

Albert Hafsteinsson kom sterkur inn í lið ÍA í sigri á Fylki og er Óskar Örn Hauksson í liði umferðarinnar í fjórða sinn í sumar eftir góða frammistöðu með KR í Vestmannaeyjum.

Sjá einnig:
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar



Athugasemdir
banner
banner