17 mörk voru skoruð í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla sem lauk í gær með þremur leikjum. Stærsti sigur umferðarinnar var á Kópavogsvelli þar sem heimamenn í Breiðablik fóru illa með KA, 4-0.
Þjálfari Breiðabliks, Ágúst Þór Gylfason er þjálfari umferðarinnar og í liðinu eru tveir Blikar þeir Alexander Helgi Sigurðarson og Thomas Mikkelsen sem báðir eru í liði umferðarinnar í fyrsta sinn.
Þjálfari Breiðabliks, Ágúst Þór Gylfason er þjálfari umferðarinnar og í liðinu eru tveir Blikar þeir Alexander Helgi Sigurðarson og Thomas Mikkelsen sem báðir eru í liði umferðarinnar í fyrsta sinn.

Í markinu er markvörðurinn ungi hjá FH, Daði Freyr Arnarsson sem hélt hreinu í 1-0 sigri liðsins gegn ÍA á heimavelli. Þar skoraði Steven Lennon sigurmarkið rétt fyrir leikslok.
Kristinn Jónsson og Óskar Örn Hauksson halda áfram að spila vel og eru í liði umferðarinnar að þessu sinni, ekki í fyrsta sinn. Kristinn er í liði umferðarinnar í fimmta sinn og Óskar Örn í sjötta sinn. Kristján Flóki Finnbogason lék sinn fyrsta leik með KR eftir komu sína frá Start og lék vel.
Íslandsmeistararnir í Val unnu baráttu sigur á Fylki á heimavelli 1-0 þar sem Eiður Aron Sigurbjörnsson og Andri Adolphsson voru bestu leikmenn Vals í leiknum.
Í Garðabænum voru það heimamenn í Stjörnunni sem náðu í öll stigin sem í boði voru gegn Víkingi. Daníel Laxdal var öflugur í vörn Stjörnunnar og á miðjunni var það Alex Þór Hauksson sem stóð uppúr.
Í Eyjum unnu gestirnir í HK, 1-0 sigur á botnliði ÍBV. Enginn leikmaður úr þeim leik er í liði umferðarinnar.
Brekka eftir brekkusöng - Nýtt Innkast þar sem farið var yfir 15. umferð Pepsi Max #fotboltinet https://t.co/J0LiUSbKeO
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) August 7, 2019
Sjá einnig:
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir