Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. september 2019 10:30
Fótbolti.net
Líklega breytingar á byrjunarliði Íslands á morgun
Icelandair
Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reikna má með öðruvísi byrjunarliði hjá íslenska landsliðinu í útileiknum gegn Albaníu annað kvöld heldur en í 3-0 sigrinum gegn Moldóvum í fyrradag. Líklegt er að Ísland fari úr 4-4-2 yfir í 4-5-1.

„Mjög líklega," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari, í Innkastinu eftir leikinn á laugardag aðspurður hvort að breytingar verði á byrjunarliðinu gegn Albaníu.

„Við þurfum að vera þéttari á ákveðnum svæðum á vellinum og það er sú breyting sem verður taktískt. Síðan þurfum við að sjá heilsuna og hvernig strákarnir pússlast inn í það."

„Við þurfum að vera þéttari en við megum alls ekki vera of passífir. VIð þurfum að finna jafnvægi í því."

Ísland vann Albaníu 1-0 í hörkuleik á Laugardalsvelli í júní og Freyr reiknar með hörkuleik annað kvöld.

„Þetta verður algjört stríð og ótrúlega skemmtilegur leikur til að takast á við. Það eru ótrúlega dýrmæt stig undir. Við getum skilið þá eftir. Það væri rosalega sætt að fara til Albaníu og ná í þrjú stig fyrir október gluggann. Við vitum að þetta verður erfitt en við erum brattir og með mikið sjálfstraust núna," sagði Freyr.
Innkastið - Uppgjör með Freysa eftir skyldusigur í Laugardal
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner