Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. desember 2019 14:15
Magnús Már Einarsson
Áhugi á ungum Skagamönnum - Bjarki Steinn til Örebro á reynslu
Bjarki Steinn Bjarkason.
Bjarki Steinn Bjarkason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður ÍA, fer eftir áramót til sænska félagsins Örebro frá reynslu en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Bjarki Steinn var á reynslu hjá norska félaginu Start í haust sem og Norrköping í Svíþjóð. Fleiri leikmenn ÍA eru á óskalistanum hjá erlendum félögum.

„Það er áhugi erlendis á okkar mönnum sem hafa verið í U19 ára landsliðinu og U21 árs landsliðinu. Það er ekki leyndarmál að áhugi er á fjórum leikmönnum hjá okkur: Herði Inga (Gunnarssyni), Stefáni Teiti (Þórðarsyni), Bjarka Steini (Bjarkasyni) og Jóni Gísla (Eyland Gíslasyni). Þeir eru efnilegir leikmenn, og unglingalandsliðsmenn, og því skiljanlegt að fylgst sé með þeim," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, við Morgunblaðið.

„Bjarki Steinn var á reynslu hjá Start og verður til reynslu hjá Örebro eftir áramótin. Stefán Teitur var hjá Álasundi og Jón Gísli hjá Norrköping. Við viljum búa til atvinnumenn hérna á Skaganum og fyrir okkur er frábært að geta hjálpað þessum strákum að komast í atvinnumennskuna og ná markmiðum sínum. Við leggjum mikið upp úr því enda vekur það athygli þegar ungir leikmenn fá að spila í efstu deild.@&i|
Athugasemdir
banner
banner
banner