Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 09. mars 2010 12:00
Magnús Már Einarsson
Hin Hliðin - Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að hinni hliðinni á Fótbolta.net eins og alltaf á þriðjudögum og í dag sýnir Halldór Smári Sigurðsson leikmaður Víkings á sér hina hliðina.

Halldór Smári er uppalinn Víkingur og hefur leikið með meistaraflokki félagsins undanfarin ár. Í fyrradag skoraði hann tvö stórglæsileg mörk þegar að Víkingur tapaði 3-2 gegn KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins.

Smellið hér til að sjá hina hliðina á fleiri leikmönnum

Fullt nafn: Halldór Smári Sigurðsson.

Gælunafn: Halli.

Aldur: 21 árs.

Giftur / sambúð? Nei.
Börn: Nei, nei.

Hvað eldaðir þú síðast? Fiskibúðing. Ég veit að þeir sem þekkja mig hrista hausinn en ég gerði það samt í alvöru.

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Það er basic pepp, rjómaostur og svartur pipar.

Uppáhaldssjónvarpsefni? Dexter er rosalegur.

Besta bíómyndin? Friday, það er klárt.

Uppáhaldsútvarpsstöð: Ég hlusta nú ekki mikið á útvarp en ef það er eitthvað að þá er það Bragi Guðmunds á Bylgjunni. Hann er með svo róandi rödd, ég væri til í að fá hann til að lesa og svæfa mig á hverju kvöldi.

Hver er uppáhalds platan þín? Ég sé ekki að Be með Common verði þreytt.

Uppáhaldsdrykkur? Kókómjólk.

Uppáhalds vefsíða? Ég ætla að koma með rugl óvænta sprengju og segja fótbolti.net.

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Nei, hef ekki verið það hingað til en ég ætti kannski að fara betur yfir það sem ég gerði fyrir seinasta leik.

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Bara að grilla eitthvað í honum. Kannski toga niður sokkinn hans, taka legghlífina og fleygja henni burt.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Aldrei að segja aldrei, er það ekki fínt svar við þessu.

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Guðni Bergsson.

Erfiðasti andstæðingur? Hef ekki hugmynd.

Ekki erfiðasti andstæðingur? Garðar Leifsson í reit. Það tekur því ekkert fyrir hann að fara út úr reitnum. Hann þyrfti líka að fá buxur þar sem hægt er að renna saman skálmunum.

Besti samherjinn? Þorvaldur Sveinn. Við höfum spilað saman núna í að verða 16 ár og still going strong.

Sætasti sigurinn? Maður hefur nú ekki unnið marga stórsigra í gegn um árin en ég man þó helst eftir sigrunum á Stjörnunni og Víking Ólafsvík 2008.

Mestu vonbrigði? Fyrir mig er það seinasta tímabil og svo leikurinn á móti KR núna en verst af öllu var að tapa í úrslitum á Ólsen-Ólsen móti meistaraflokks Víkings 2009, það stingur ennþá.

Hvað er þitt uppáhaldslið í enska boltanum? Bolton Wanderers.

Uppáhaldsknattspyrnumaður? Daníel Hjaltason. Liggur við að hann geri eitthvað nýtt á hverri æfingu sem maður hefur aldrei séð.

Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Guðni Bergsson.

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Sigurður Egill Lárusson.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Pétur Örn Svansson. Fallegur að innan sem og utan.

Fallegasta knattspyrnukonan? Hef heyrt að systir hans Sigurðs Egils sé skvísa.

Grófasti leikmaður deildarinnar? Veit nú ekki með fyrstu deild en Ásgeir Börkur er harður, hann má eiga það.

Besti íþróttafréttamaðurinn? Gummi Ben er flottur.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Egill Atlason, einn af stofnendum þriggja-fóta-félagsins.

Hefurðu skorað sjálfsmark? Í fljótu bragði man ég ekki eftir því en það hlýtur að vera.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Vorum að spila leik í úrslitakeppni í 4. flokk og erum að tapa 2-0. Þetta var orðið frekar mikið vonleysi enda lítið eftir. Við fáum hornspyrnu og ég kem á röltinu inn í teig þar sem Þorvaldur Sveinn snýr sér við, sér mig ekki og skyrpir svona rosalega beint framan á treyjuna mina. Það var enginn tími fyrir Þobba til að standa í einhverjum þrífingum og ekki ætlaði ég að þurrka þetta svo að ég spilaði með drullu mikið slef á treyjunni minni í svona 10 mínútur.

Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? 17-18 ára.

Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Frábær.

Kíkir þú oft á Fótbolti.net? Slysast inn á hana svona 18 sinnum á dag.

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Svona til að grípa það fyrsta sem kemur í hugann finnst mér alveg tilvalið ef markið er nógu flott að þá eigi að gefa tvö mörk. iiiiihh…

Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Jay-Z.

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Everton-æfingin hans Leifs þó ég gæti verið að kalla yfir okkur eitt stykki svoleiðis með því að segja þetta. Sorry strákar.

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Danni Hjalta.

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Giljalandið.

Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Ef ég fæ minn svefn að þá tekur það enga stund að keyra sig í gang, en ef ekki, þá er þetta búið.

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Silja Úlfars.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Nei, ég get ekki sagt það. Maður veit alveg hvað er í gangi í körfunni og handboltanum en ég er lítið að horfa á þetta. Sama með fótbolta. Ef það gengur illa hjá Bolton að þá nenni ég voða lítið að fylgjast með þessu þannig að áhorfið hefur ekki beint verið mikið seinustu ár.

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Það hefur örugglega verið einhver landsleikurinn.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Spilaði í Predator, en annar skórinn rifnaði í seinasta leik þannig eins og er spila ég í Air Jordan strigaskóm.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Maður labbaði ekkert í gegn um stærðfræðina.

Vandræðalegasta augnablik? Þegar ég settist í fyrsta (og seinasta) sinn á vespu á Rhodos. Eftir svona 45 sek. hafði ég náð að senda vespuna inn í einhverja búð og allt varð vitlaust. Ég náði að stökkva af áður en vespan flaug inn í búðina en svo stóð ég bara og benti á hann Birgi félaga minn og það var sko aldeilis lesið yfir hausamótunum á honum af einhverjum sveittum Grikkja.

Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Ég var hrikalega sáttur um daginn þegar Kiddi Steindórs sagði í Hinni hliðinni að hann borðaði pulsu með engu, því ég geri það nefnilega líka! Við verðum að standa saman, það er alltaf verið að hrauna yfir mann út af þessu.
banner
banner