Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   lau 01. febrúar 2020 00:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær um Ighalo: Frábær drengur og mikill atvinnumaður
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er glaður með að hafa fengið sóknarmanninn Odion Ighalo á láni frá Shanghai Shenhua í Kína.

Man Utd náði að landa hinum þrítuga Ighalo seint á þessum gluggadegi.

Þessi fyrrum leikmaður Watford kemur til félagsins á sex mánaða lánssamningi. Hann er fenginn inn út af meiðslum Marcus Rashford.

Við vefsíðu United segir Solskjær: „Odion er reyndur leikmaður. Hann kemur inn og gefur okkur aðra möguleika sóknarlega."

„Hann er frábær drengur og mikill atvinnumaður. Hann mun nýta tíma sinn hérna til hins ítrasta."

Manchester United náði að fá þrjá leikmenn í janúarglugganum, sem er núna lokaður. Ásamt Ighalo komu miðjumaðurinn Bruno Fernandes frá Sporting Lissabon og markvörðurinn Nathan Bishop frá Southend.
Athugasemdir
banner