Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   mið 01. mars 2017 20:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Vilja halda ungum leikmönnum lengur á Íslandi
Af hverju eru svona margir erlendir leikmenn í Pepsi-deildinni?
Tobias Salquist og Hrvoje Tokic er tveir af þeim erlendu leikmönnum sem spiluðu í Pepsi-deildinni í fyrra.
Tobias Salquist og Hrvoje Tokic er tveir af þeim erlendu leikmönnum sem spiluðu í Pepsi-deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sæmundur Friðjónsson formaður Stjörnunnar.
Sæmundur Friðjónsson formaður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Tæplega 70 erlendir leikmenn komu við sögu í Pepsi-deild karla í fyrra en um var að ræða metfjölda. Af hverju er þessi fjöldi erlendra leikmanna? Eru þeir orðnir ódýrari kostur en íslenskir leikmenn? Formenn FH, KR og Stjörnunnar ræddu málið í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í vikunni.

„Ég hef aldrei verið mjög upptekinn af þessu og ekki séð þetta sem stórt issue," sagði Jón Rúnar Halldórsson, þjálfari FH, um fjölda erlendra leikmanna.

„Það eru mjög fáir íslenskir leikmenn sem stafar af því að þjóðin er fámenn. Í tæpan áratug hefur deildin verið að bæta sig mikið og það eru meiri gæði. Þar af leiðandi eru færri íslenskir leikmenn sem ná þeim gæðum. Síðan fara alltof margir ungir leikmenn og margir þeirra fara án þess að hafa spilað í meistaraflokki. Það er okkar verkefni að búa svo um að halda þeim lengur. Það væri mjög til framdráttar fyrir íslenska knattspyrnu ef við gætum gert það."

„Við þurfum að laga umhverfið þannig að þeim líði meira eins og þeir séu í atvinnumennsku. Það er ljóst að íslensku liðin þurfa að gera eitthvað til að stytta veturinn. Hvort sem það er að fara í eina æfingaferð til viðbótar eða hvað. Hún er svolítið löng þessi bið. Þó að það séu ágætis mót sem er verið að spila í yfir veturinn. Það er mikilvægt að hjálpast að við að finna farveg fyrir þetta."


Kristinn Kjærnested, formaður KR, benti einnig á að margir efnilegir íslenskir leikmenn leiti erlendis þegar þeir eru ungir að árum.

„Bestu ungu íslensku leikmennirnir fara margir mjög ungir út. Það væri gaman að geta haldið þeim lengur í liðunum okkar. Þegar menn eru búnir með 2. flokkinn þá verða menn óþolinmæðir og vilja fara og spila. Hóparnir verða þunnir og þú þarft einhverneginn að bregðast við því. Ein leiðin í því er að fá erlendan leikmann."

Lítið um kaup á milli íslenskra félaga
KR var með fimm danska leikmenn í sínum leikmannahópi á síðasta tímabili. „Kjærnested er danskt að vissu leyti og mér rennur blóðið til skyldunnar," sagði Kristinn léttur.

„Ég held að það séu nokkrar ástæður fyrir þessu. Það er ekki mikið um það að menn séu að fara á milli stærstu klúbanna á Íslandi. Við sem sitjum hér í þessum sófa höfum ekki verið í miklum viðskiptum. Þú losnar við kaupverð (þegar þú færð erlenda leikmenn) og ég held að það sé einn þáttur í þessu."

„Hingað eru líka að koma leikmenn sem fá tækifæri til að spila í Evrópukeppni. Gary Martin var eins og lítill krakki þegar við spiluðum við Celtic. Það var draumurinn hans. Þetta er tækifæri sem leikmenn eru nær því að fá hér heldur en í heimalandi sínu."


Félög úti á landi hafa oft fleiri erlenda leikmenn innan sinna raða. Sæmundur Friðjónsson, formaður Stjörnunnar, segir ástæðu fyrir því. „Strákarnir sem eru hérna í borginni sækjast einhverja hluta vegna ekki í það að fara út á land. Mér finnst það mjög skrýtið. Ég tel að það sé sniðugara að fara að spila, til dæmis hjá Víkingi Ó, frekar en að vera á bekknum," sagði Sæmundur.

Hér að ofan má sjá umræðuna í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Hvað kostar að halda úti liði í Pepsi-deild karla?
Sjónvarpið: „Höfum aldrei gert knattspyrnudeildina út á lottómiða"
Athugasemdir
banner
banner
banner