Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 01. mars 2020 20:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„De Gea er besti markvörður í heimi"
De Gea gerði slæm mistök en Solskjær telur hann enn vera besta markvörð í heimi.
De Gea gerði slæm mistök en Solskjær telur hann enn vera besta markvörð í heimi.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, kom markverðinum David de Gea til varnar eftir 1-1 jafntefli United gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag.

De Gea gaf Everton fyrsta mark leiksins er hann var of lengi að spyrna boltanum frá sér. Dominic Calvert-Lewin komst í boltann og skoraði. Hægt er að sjá markið með að smella hér.

Solskjær sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að hann telji De Gea vera besta markvörð veraldar þrátt að Spánverjinn hafi ekki verið að gera sín fyrstu stóru mistök á tímabilinu í dag.

Solskjær var spurður út í Dean Henderson sem er hjá Sheffield United á láni og er að standa sig mjög vel. Þá sagði Norðmaðurinn: „Við viljum hafa besta mögulega leikmannahópinn fyrir Man Utd og Dean er okkar leikmaður. Hann er að standa sig mjög vel í augnablikinu."

„Þegar hann kemur aftur þá mun hann berjast um að spila. En David sýndi í dag með viðbrögðum sínum, þegar hann varði skot (Gylfa) Sigurðssonar að hann er besti markvörður í heimi."


Athugasemdir
banner
banner
banner