Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   sun 01. mars 2020 15:57
Ívan Guðjón Baldursson
England: Fernandes bjargaði stigi - Wolves vann Tottenham
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn er Everton gerði jafntefli við Manchester United í dag. Gylfi lék á vinstri kanti þar sem ekkert pláss var fyrir hann á miðjunni, þar sem Tom Davies byrjaði við hlið Andre Gomes.

Heimamenn byrjuðu vel og skoraði Dominic Calvert-Lewin skrautlegt mark strax á þriðju mínútu. Markið kom eftir skelfileg mistök David De Gea sem sparkaði knettinum í Calvert-Lewin og þaðan hrökk hann í netið.

Portúgalski miðjumaðurinn Bruno Fernandes jafnaði fyrir gestina tæpum hálftíma síðar með föstu skoti utan teigs. Hægt er að setja stórt spurningarmerki við Jordan Pickford sem átti vafalítið að gera betur á milli stanganna.

Seinni hálfleikur var afar bragðdaufur og tókst hvorugu liði að stela sigrinum. Calvert-Lewin hélt að hann hefði skorað sigurmarkið í lokin en Gylfi var í rangstöðunni þegar skotið kom og var talinn hafa haft áhrif á leikinn. Rétt áður hafði De Gea varið frá Gylfa í dauðafæri.

Man Utd er í fimmta sæti eftir jafnteflið, fimm stigum fyrir ofan Everton.

Everton 1 - 1 Man Utd
1-0 Dominic Calvert-Lewin ('3)
1-1 Bruno Fernandes ('31)

Tottenham tók þá á móti Wolves og byrjaði leikinn af krafti. Steven Bergwijn skoraði á þrettándu mínútu en vængbakvörðurinn Matt Doherty náði að jafna.

Leikurinn var fjörugur og hart barist um hvern bolta en það voru heimamenn sem náðu forystunni aftur skömmu fyrir leikhlé. Serge Aurier skoraði þá glæsilegt mark eftir vel útfærða skyndisókn.

Diogo Jota jafnaði eftir laglega sókn í síðari hálfleik og var Raul Jimenez næstur á blað þegar hann skoraði eftir skyndisókn á 73. mínútu.

Heimamenn áttu afar erfitt uppdráttar í síðari hálfleik og eiga Úlfarnir hrós skilið fyrir frábæran varnarleik.

Lærisveinum Jose Mourinho tókst ekki að jafna og stóðu Úlfarnir uppi sem sigurvegarar.

Wolves jafnaði Man Utd á stigum með sigrinum og er Tottenham í sjöunda sæti, tveimur stigum á eftir.

Tottenham 2 - 3 Wolves
1-0 Steven Bergwijn ('13)
1-1 Matt Doherty ('27)
2-1 Serge Aurier ('45)
2-2 Diogo Jota ('57)
2-3 Raul Jimenez ('73)

Stöðutöfluna má sjá hér fyrir neðan. Það getur tekið hana tíma að uppfæra sig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner