Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. mars 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri var orðinn of gamall fyrir Esbjerg - „Ekkert eðlilega þreytt"
Mynd: Fótbolti.net - Tom

Andri Rúnar Bjarnason gekk til liðs við ÍBV fyrir áramót en hann kom til liðsins frá danska liðinu Esbjerg. Hann var til viðtals hjá Elvari Geir og Tómasi Þór í Útvarpsþætti Fótbolta.net fyrir tæpum mánuði síðan.


Andri náði ekki að koma sér á almennilegt flug í atvinnumennskunni en hann var bæði að kljást við meiðsli og annað bras utan vallar.

„Ég hefði alltaf viljað vera lengur úti en eftir síðastu tvö og hálft ár þá held ég að það sé eina í stöðunni að fara spila fótbolta aftur. Þetta er fljótt að breytast í vinnu og þá fer þessi áhugi sem kveikti í manni sem krakki, það getur horfið helvíti fljótt þegar maður er í svona aðstöðu."

Það var ekki pláss fyrir hann hjá Esbjerg lengur vegna aldurs.

„Síðasta hálfa árið í Esbjerg hefur verið mikil pólitík. Það koma eigendur inn sem vilja ekki að leikmenn yfir 24 ára spili. Bandaríkjamenn sem eru að búa til nýtt business model, ég verð að virða það, þeir kaupa klúbbinn með sínum pening og þeir ráða hvað þeir gera."

„Það er ekkert eðlilega þreytt að mæta á æfingu og leggja sig fram á hverjum degi og þjálfarinn segi við þig að þú sért að standa þig vel en hann megi ekki spila þér, það er ekkert gaman. Þá fer maður að hugsa af hverju er maður í þessu ef þetta er raunin, ég get verið að æfa einhvers staðar annarsstaðar, ég vil bara fara spila fótbolta."

Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan en það virtist mikið ganga á, á bakvið tjöldin hjá danska félaginu.


Útvarpsþátturinn - Fótboltafréttir, Andri Rúnar og Vanda
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner