Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 01. apríl 2023 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Marsch ætlar að njóta lífsins næstu mánuði
Mynd: Getty Images
Jesse Marsch, fyrrum stjóri Leeds United, ætlar ekkert að flýta sér að fara aftur út í þjálfun og mun taka sér sinn tíma í að velja næsta verkefni.

Marsch var rekinn frá Leeds í febrúar eftir aðeins tæpt ár í starfi en áður þjálfaði hann RB Salzburg, Leipzig, New York Red Bulls og Montreal Impact.

Bandaríkjamaðurinn hefur verið orðaður við bandaríska landsliðið síðustu vikur en það er ólíklegt að það verði að því.

Hann ætlar að taka sér dágóðan tíma að velja næsta verkefni en hann greindi frá þessu á Twitter.

„Ég hef tekið mér smá tíma í sjálfan mig síðustu tvo mánuði og það var gott tækifæri til að fara yfir hlutina og lífið í Leeds. Ég er mjög stoltur af okkar afrekum eins og þegar við héldum okkur uppi á síðasta tímabili og er ég mjög stoltur þegar ég horfi til baka á tíma minn þar.“

„Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna með frábærum hóp af leikmönnum og þjálfurum og að hafa fengið að kynnast frábæru fólki i Yorkshire. Ég ætla að taka mér tíma til að íhuga næstu skref en þangað til mun ég njóta tímans með fjölskyldu og vinum,“
sagði Marsch.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner