Garth Crooks hjá BBC hefur valið lið vikunnar í enska boltanum. Arsenal, Liverpool og Newcastle eiga öll tvo fulltrúa að þessu sinni.
Markvörður: André Onana (Man Utd) - Kamerúninn hefur tekist að fækka mistökum og verið aðeins stöðugri í síðustu leikjum. Varði vel í tvígang gegn Brentford og átti þátt í að sækja stigið.
Varnarmaður: Ezri Konsa (Aston Villa) - Geislar af honum sjálfstraustið. Spilaði tvo leiki með Englandi í síðasta mánuði og skoraði síðan fallegt mark gegn Wolves.
Varnarmaður: William Saliba (Arsenal) - Magnaður gegn Englandsmeisturunum. Hann var með Erling Braut Haaland í vasanum og var verðskuldað valinn maður leiksins.
Varnarmaður: Gabriel (Arsenal) - Brasilíumaðurinn var alls ekki síðri en félagi hans Saliba. Agaður varnarleikur og Haaland í alls konar basli.
Miðjumaður: Alexis Mac Allister (Liverpool) - Maður leiksins gegn sínum gömlu félögum í Brighton. Lagði upp annað markið og var bara með allt í teskeið á miðsvæðinu. Liverpool datt í lukkupottinn.
Miðjumaður: Anthony Gordon (Newcastle) - Fékk vissulega að líta rauða spjaldið í 4-3 sigrinum á West Ham en fram að því var hann frábær. Fiskaði vítaspyrnu og lagði upp annað mark.
Miðjumaður: Harvey Barnes (Newcastle) - Þvílík innkoma hjá Barnes. Kom inn af bekknum á 67. mínútu og skoraði síðan tvö mörk til að tryggja Newcastle sigurinn gegn West Ham.
Miðjumaður: Cole Palmer (Chelsea) - Palmer skoraði bæði mörk Chelsea í 2-2 jafnteflinu gegn Burnley. Ein bestu kaup Chelsea síðan Todd Boehly eignaðist félagið.
Sóknarmaður: Luis Díaz (Liverpool) - Skilur allt eftir á vellinum í hverjum einasta leik. Skoraði fyrra mark Liverpool í leiknum sem kom liðinu á toppinn.
Sóknarmaður: Heung-Min Son (Tottenham) - Alltaf hægt að treysta á fyrirliðann til að sækja öll stigin. Skoraði undir lok leik og kom Tottenham í nokkuð þægilega stöðu í baráttu um Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir