
Það kom upp óhugnanlegt atvik í Vogunum þar sem Grindavík og Selfoss áttust við í Lengjudeildinni.
Jón Vignir Pétursson, fyrirliði Selfyssinga, þurfti að fara af velli undir lok leiksins vegna slæmra meiðsla á fæti. Hann lenti í samstuði og er mögulega alvarlega meiddur.
Jón Vignir Pétursson, fyrirliði Selfyssinga, þurfti að fara af velli undir lok leiksins vegna slæmra meiðsla á fæti. Hann lenti í samstuði og er mögulega alvarlega meiddur.
Lestu um leikinn: Grindavík 0 - 2 Selfoss
Vignir var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæslu Suðurnesja í myndatöku.
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindvíkinga, var fljótur að átta sig á alvarleikanum og stökk til og aðstoðaði Jón Vigni.
„Hann lendir illa. Það var ekkert annað í stöðunni, auðvitað bregður manni, þetta var ljótt að sjá. Það hjálpast þá allir að, okkar bekkur og þeirra bekkur og allir sem eru staddir hérna. Frábær viðbrögð hjá gæslunni á Vogaídýfu vellinum. Ég held að þetta mál hafi verið tæklað mjög vel, allir lögðust á eitt með það. Þetta er hræðilegt að sjá og við óskum Jón Vigni alls hins besta og skjóts bata. Frábær leikmaður og frábær strákur," sagði Halli eftir leikinn.
Athugasemdir