Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 01. ágúst 2022 13:05
Ívan Guðjón Baldursson
Ætla að nota De Jong peninginn í Bernardo Silva
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Kalajdzic hefur skorað 4 mörk fyrir Austurríki.
Kalajdzic hefur skorað 4 mörk fyrir Austurríki.
Mynd: EPA

Slúðrið býður góðan frídag verslunarmanna með nóg af kjaftasögum. Bernardo Silva, Frenkie de Jong, Timo Werner, Wesley Fofana og Harvey Barnes koma meðal annars við sögu ásamt Roberto Firmino, Denzel Dumfries og Idrissa Gana Gueye. BBC tók saman.



Chelsea ætlar að leggja fram tilboð í Frenkie de Jong, 25 ára eftirsóttan miðjumann Barcelona. Takist félaginu að kaupa hollenska landsliðsmanninn ætlar Barcelona að nota peninginn til að kaupa Bernardo Silva, 27, frá Manchester City. (Sport)

Xavi, þjálfari Barcelona, segist ekki vita hvort De Jong verði áfram hjá félaginu eftir sumarið. (Metro)

Chelsea er að reyna að losa sig við Timo Werner og hefur boðið Real Madrid að fá hann á láni með kaupmöguleika. (Marca)

Chelsea er þá að reyna að krækja í franska miðvörðinn Wesley Fofana, 21, frá Leicester og hollenska bakvörðinn Denzel Dumfries, 26, frá Inter. (Athletic)

Newcastle er búið að spyrjast fyrir um tvo leikmenn Leicester og enska landsliðsins - Harvey Barnes, 24 ára, og James Maddison, 25. Leicester ætlar ekki að selja þessa leikmenn fyrir minna en 50-60 milljónir punda á haus. (Daily Mail)

Roberto Firmino, 30, hefur verið orðaður við Juventus en hann hefur ekki áhuga á að yfirgefa Liverpool þrátt fyrir lítinn spiltíma undanfarin misseri. (Liverpool Echo)

Virgil van Dijk, 31, viðurkennir að liðsfélagi sinn Mohamed Salah, 30, hafi fundið fyrir pressu í kringum samningsviðræður við Liverpool á síðustu leiktíð. Núna getur Salah spilað fótbolta án takmarkana eftir að hafa skrifað undir nýjan samning. (Liverpool Echo)

Everton heldur áfram í viðræðum við Paris Saint-Germain til að ganga frá félagaskiptum Idrissa Gana Gueye, 32, aftur í ensku úrvalsdeildina. (Times)

Manchester United er að skoða Sasa Kalajdzic, 25 ára sóknarmann Stuttgart og austurríska landsliðsins, og Benjamin Sesko, 19 ára sóknarmann Red Bull Salzburg og Slóveníu. Þeir gætu fyllt í skarð Cristiano Ronaldo ef Portúgalinn yfirgefur félagið. (Daily Mail)

Barcelona gæti snúið sér að Angelino, 25 ára vinstri bakverði RB Leipzig, ef félaginu mistekst að krækja í Marcos Alonso frá Chelsea. Angelino var hjá Man City áður en hann skipti til Leipzig. (Sport)

Oliver Kahn, framkvæmdastjóri FC Bayern, segir að félagið ætli ekki að kaupa nýjan sóknarmann fyrir gluggalok. (90min)

Roma er búið að bjóða Andrea Belotti, 28, samning eftir að leikmaðurinn yfirgaf Torino á frjálsri sölu í sumar. (Football Italia)

Scott Parker miðjumaður Bournemouth segir að félagið sé við það að ganga frá kaupum á Marcus Tavernier, 23 ára miðjumanni Middlesbrough. (Teesside Live)


Athugasemdir
banner
banner