Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. september 2021 09:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Haukur hættur með Tindastól - Mun Donni taka við?
Halldór Jón Sigurðsson, Donni.
Halldór Jón Sigurðsson, Donni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll, sem situr á botni 3. deildarinnar, hefur skipt um þjálfara fyrir lokasprettinn.

Haukur Skúlason er hættur með liðið og er Atli Jónasson, sem hefur verið aðstoðarþjálfari í sumar, stýrir liðinu núna. Hann stýrði liðinu í 2-1 tapi gegn Sindra síðasta laugardag.

„Þetta var sameiginleg ákvörðun stjórnar og Hauks. Hann er ekki lengur þjálfari," sagði Óskar Smári Haraldsson í Ástríðunni á dögunum.

„Það voru engin illindi eða neitt. Það sem ég veit af er að það var tekinn fundur. Það var talað um hvað væri best fyrir félagið."

Það eru þrjár umferðir eftir af tímabilinu og er Tindastóll þremur stigum frá öruggu sæti. Það eru sögur um að Halldór Jón Sigurðsson taki við liðinu eftir tímabilið, en hann er á Íslandi núna. Hann er fyrrum þjálfari karlaliða Tindastóls og Þórs, og kvennaliðs Þórs/KA.

„Donni er þvílíkur félagsmaður. Hann er búinn að vera í stuttan tíma á Íslandi en er tilbúinn að hjálpa og gera allt fyrir félagið. Hver verður ráðinn þjálfari er ekki ákveðið," sagði Óskar Smári.

Það var rætt meira um Tindastól í Ástríðunni hér að neðan.
Ástríðan x Óskar Smári - Lítið eftir, mikil spenna
Athugasemdir
banner
banner
banner