Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   mið 01. september 2021 11:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kostic bálreiður - Frankfurt gaf viljandi upp rangt tölvupóstfang
Lazio ætlaði sér að kaupa serbneska framherjann Filip Kostic frá Eintracht Frankfurt í sumarglugganum.

Frankfurt vildi ekki selja leikmanninn og samkvæmt ítölskum fjölmiðli gaf Frankfurt Lazio viljandi upp rangt tölvupóstfang svo félagið gæti sagt við Kostic að ekkert tilboð hefði borist.

Lazio vildi fá Kostic til að koma í staðinn fyrir Joaquin Correa sem hélt til Inter í glugganum. Lazio fékk það svar að þeirra tilboð hefði aldrei borist, Lazio ætlaði að bjóða 10,2 milljónir evra en Frankfurt vildi fá 10,3 milljónir evra. Frankfurt fékk aldrei það tilboð þar sem tölvupósturinn rataði ekki rétta leið.

Kostic fékk skjáskot af tilboði Lazio frá umboðsmanni sínum fyrir síðasta deildarleik og neitaði að æfa með liðinu fyrir leikinn gegn Arminia Bielefeld.

Kostic er sagður bálreiður út í Frankfurt. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann er 28 ára gamall og spilar oftast á vinstri kantinum.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner