Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   sun 01. september 2024 20:08
Elvar Geir Magnússon
Alexander yngstur til að spila í efstu deild
Alexander Rafn Pálmason.
Alexander Rafn Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Alexander Rafn Pálmason kom inn sem varamaður í uppbótartíma þegar KR vann 4-2 sigur gegn ÍA í Bestu deildinni í kvöld.

Sölvi Haraldsson sem textalýsti leiknum hér á Fótbolta.net velti því fyrir sér hvort Alexander væri sá yngsti í sögu efstu deildar.

Lestu um leikinn: KR 4 -  2 ÍA

Sú er raunin, Alexander er 14 ára og 147 daga gamall, fæddur 7. apríl 2010.

Víðir Sigurðsson fjallar um þetta met á mbl.is en fyrra metið átti Gils Gíslason sem var 14 ára og 318 daga gamall þegar hann spilaði fyrir FH 2022.

Alexander er sonur Pálma Rafns Pálmasonar framkvæmdastjóra KR og vakti athygli þegar pabbi hans setti hann á bekkinn þegar hann þjálfaði liðið tímabundið.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner