Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 01. nóvember 2022 09:20
Elvar Geir Magnússon
Frakkar með ógnarsterkt lið þó Pogba og Kante vanti
Veldu 26 manna hóp úr þessu.
Veldu 26 manna hóp úr þessu.
Mynd: Transfermarkt
Þó lykilmenn muni vanta á miðsvæðið hjá franska landsliðinu á HM í Katar þá er óhætt að segja að liðið sé líklegt til afreka. Transfermarkt hefur tekið saman þá gríðarlegu breidd sem Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands býr yfir.

Í gær var það staðfest að Paul Pogba getur ekki tekið þátt á HM vegna meiðsla. Áður var það staðfest að N'Golo Kante yrði ekki með á mótinu.

Miðvörðurinn Raphael Varane er einn af leiðtogum hópsins og hann verður valinn sama þó hann gæti misst af einum eða tveimur fyrstu leikjum liðsins vegna meiðsla sinna.

Þegar leikmannaúrval Frakka er skoðað standa þeir Karim Benzema og Kylian Mbappe upp úr enda sóknarleikmenn í allra hæsta gæðaflokk. Varnarlega er breiddin í miðvarðastöðunum síðan gríðarleg.

Markvarðarstaðan er spurningamerki. Mike Maignan, markvörður AC Milan, er í kapphlaupi við tímann um að vera klár í mótið. Þá eru efasemdir um hægri bakvarðarstöðuna þar sem Benjamin Pavard kemur ekki með sömu ógn sóknarlega og Theo Hernandez vinstra megin.

Í ljósi meiðsla Pogba og Kante fá hinir ungu Aurélien Tchouameni og Eduardo Camavinga, leikmenn Real Madrid, aukna ábyrgð. Þeir hafa þó ekki reynslu frá stórmótum og spurning hver verður með þeim á miðsvæðinu.

Margir reikna með því að Deschamps hætti þjálfun franska landsliðsins eftir HM og Zinedine Zidane er klár í bátana.

Frakkland er ríkjandi heimsmeistari og er í riðli með Ástralíu, Danmörku og Túnis á HM í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner